Kynning á háskólanámi

12.mar.2018

Það er heldur betur líf og fjör í Nýheimum núna. En þar gefst fólki tækifæri á að kynna sér það fjölbreytta námsframboð sem háskólar landsins hafa upp á að bjóða og spjalla við nemendur, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.
Auk nemenda í FAS eru nemendur grunnskólans að skoða möguleika sem bjóðast í námi. Það er líka gaman að sjá fyrrum nemendur sem eru að velta fyrir sér möguleikum á framhaldsnámi.
Kynningin í Nýheimum stendur til 12 í dag.

[modula id=“9747″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...