Opnir dagar – fardagar

07.mar.2018

Í morgun hófust í FAS opnir dagar en ganga líka undir nafninu fardagar. Þeir framhaldsskólar sem eiga hlut að Fjarmenntaskólanum bjóða upp á fardaga og geta nemendur sem það vilja farið í heimsókn í einhvern skólanna og tekið þátt í viðburðum sem eru í boði þar. Að þessu sinni fóru fjórir nemendur í heimsókn í ME og taka þátt í dagskránni þar.
Hér í FAS eru nokkrir hópar að störfum og eru viðfangsefnin margvísleg. Það er t.d. verið að vinna að því að gefa út skólablað og undirbúa árshátíð sem þó verður ekki haldin fyrr en eftir páska. Einhverjir hópar vinna að listum þessa dagana og eru t.d. að taka ljósmyndir eða vinna í Vöruhúsinu. Leiklistarhópurinn er með sýningar á Ronju ræningjadóttur.
Einn hópurinn tók að sér að breyta einni kennslustofunni og gera hana vistlegri. Þá hefur hópur unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og verður sent út á morgun milli 10 og 16 og á föstudag frá 10 – 14. Hér er hægt að hlusta á Útvarp FAS. 
Á föstudag munu svo hóparnir kynna afrakstur vinnunnar. – Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.

[modula id=“9745″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...