Opnir dagar – fardagar

07.mar.2018

Í morgun hófust í FAS opnir dagar en ganga líka undir nafninu fardagar. Þeir framhaldsskólar sem eiga hlut að Fjarmenntaskólanum bjóða upp á fardaga og geta nemendur sem það vilja farið í heimsókn í einhvern skólanna og tekið þátt í viðburðum sem eru í boði þar. Að þessu sinni fóru fjórir nemendur í heimsókn í ME og taka þátt í dagskránni þar.
Hér í FAS eru nokkrir hópar að störfum og eru viðfangsefnin margvísleg. Það er t.d. verið að vinna að því að gefa út skólablað og undirbúa árshátíð sem þó verður ekki haldin fyrr en eftir páska. Einhverjir hópar vinna að listum þessa dagana og eru t.d. að taka ljósmyndir eða vinna í Vöruhúsinu. Leiklistarhópurinn er með sýningar á Ronju ræningjadóttur.
Einn hópurinn tók að sér að breyta einni kennslustofunni og gera hana vistlegri. Þá hefur hópur unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og verður sent út á morgun milli 10 og 16 og á föstudag frá 10 – 14. Hér er hægt að hlusta á Útvarp FAS. 
Á föstudag munu svo hóparnir kynna afrakstur vinnunnar. – Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.

[modula id=“9745″]

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...