Opnir dagar – fardagar

07.mar.2018

Í morgun hófust í FAS opnir dagar en ganga líka undir nafninu fardagar. Þeir framhaldsskólar sem eiga hlut að Fjarmenntaskólanum bjóða upp á fardaga og geta nemendur sem það vilja farið í heimsókn í einhvern skólanna og tekið þátt í viðburðum sem eru í boði þar. Að þessu sinni fóru fjórir nemendur í heimsókn í ME og taka þátt í dagskránni þar.
Hér í FAS eru nokkrir hópar að störfum og eru viðfangsefnin margvísleg. Það er t.d. verið að vinna að því að gefa út skólablað og undirbúa árshátíð sem þó verður ekki haldin fyrr en eftir páska. Einhverjir hópar vinna að listum þessa dagana og eru t.d. að taka ljósmyndir eða vinna í Vöruhúsinu. Leiklistarhópurinn er með sýningar á Ronju ræningjadóttur.
Einn hópurinn tók að sér að breyta einni kennslustofunni og gera hana vistlegri. Þá hefur hópur unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og verður sent út á morgun milli 10 og 16 og á föstudag frá 10 – 14. Hér er hægt að hlusta á Útvarp FAS. 
Á föstudag munu svo hóparnir kynna afrakstur vinnunnar. – Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.

[modula id=“9745″]

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...