Opnir dagar – fardagar

07.mar.2018

Í morgun hófust í FAS opnir dagar en ganga líka undir nafninu fardagar. Þeir framhaldsskólar sem eiga hlut að Fjarmenntaskólanum bjóða upp á fardaga og geta nemendur sem það vilja farið í heimsókn í einhvern skólanna og tekið þátt í viðburðum sem eru í boði þar. Að þessu sinni fóru fjórir nemendur í heimsókn í ME og taka þátt í dagskránni þar.
Hér í FAS eru nokkrir hópar að störfum og eru viðfangsefnin margvísleg. Það er t.d. verið að vinna að því að gefa út skólablað og undirbúa árshátíð sem þó verður ekki haldin fyrr en eftir páska. Einhverjir hópar vinna að listum þessa dagana og eru t.d. að taka ljósmyndir eða vinna í Vöruhúsinu. Leiklistarhópurinn er með sýningar á Ronju ræningjadóttur.
Einn hópurinn tók að sér að breyta einni kennslustofunni og gera hana vistlegri. Þá hefur hópur unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og verður sent út á morgun milli 10 og 16 og á föstudag frá 10 – 14. Hér er hægt að hlusta á Útvarp FAS. 
Á föstudag munu svo hóparnir kynna afrakstur vinnunnar. – Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.

[modula id=“9745″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...