Hugmyndavinna í myndlist

05.mar.2018

Vífill á hugarflugi.

Á yfirstandandi önn er kenndur framhaldsáfangi í myndlist og þar er sérstaklega verið að beina sjónum að náttúrusýn. Í upphafi annar fengu nemendur kynningu á skissubókum og fyrirlestra um náttúrusýn í myndlist út frá sýningum sem kennari hefur sett upp.

Dagana 22. – 25. febrúar kom hingað til okkar Einar Garibaldi kennari í Myndlistaskólanum og var með innlegg í kennsluna. Verkefnið kallaðist Leiðin heim og var unnið í nokkrum þáttum. Fyrsta daginn voru teknir niður minnispunktar um allt það sem vakti athygli á heimleið úr kennslustund. Verkefnið felur í sér að finna, greina og setja í samhengi öll þau merkingarbæru fyrirbæri sem finna má í umhverfi okkar. Næsta dag voru teknar ljósmyndir af því sem vakti athygli á leið að heiman og í kennslustund.  Valdar voru saman þrjár til fimm ljósmyndir og unnið hugarkort út frá þeim. Það átti að tengja saman þær fjölbreyttu hugrenningar og upplifanir, jafnt þær augljósu sem hinar fjarstæðukenndustu.
Síðasta daginn var farið yfir það efni sem að nemendur voru komnir með og þeim gert að halda skissubók um ferðir sínar úr og í skóla/vinnu næstu vikurnar sem sýnir fram á þróun í hugrenningartengslum (skissubók, dagbók, hugarkort, skókassa, blogg, o.s.frv.).
Markmiðið er að nemendur tileinki sér ólíkar vinnureglur og kanni fjölbreyttar nálgunaraðferðir sem leið til að gera drög að sjálfstæðu verkefni í teikningu.
Það sem eftir lifir annar halda nemendur áfram að vinna og það verður spennandi að sjá útkomuna í vor.

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...