Hugmyndavinna í myndlist

05.mar.2018

Vífill á hugarflugi.

Á yfirstandandi önn er kenndur framhaldsáfangi í myndlist og þar er sérstaklega verið að beina sjónum að náttúrusýn. Í upphafi annar fengu nemendur kynningu á skissubókum og fyrirlestra um náttúrusýn í myndlist út frá sýningum sem kennari hefur sett upp.

Dagana 22. – 25. febrúar kom hingað til okkar Einar Garibaldi kennari í Myndlistaskólanum og var með innlegg í kennsluna. Verkefnið kallaðist Leiðin heim og var unnið í nokkrum þáttum. Fyrsta daginn voru teknir niður minnispunktar um allt það sem vakti athygli á heimleið úr kennslustund. Verkefnið felur í sér að finna, greina og setja í samhengi öll þau merkingarbæru fyrirbæri sem finna má í umhverfi okkar. Næsta dag voru teknar ljósmyndir af því sem vakti athygli á leið að heiman og í kennslustund.  Valdar voru saman þrjár til fimm ljósmyndir og unnið hugarkort út frá þeim. Það átti að tengja saman þær fjölbreyttu hugrenningar og upplifanir, jafnt þær augljósu sem hinar fjarstæðukenndustu.
Síðasta daginn var farið yfir það efni sem að nemendur voru komnir með og þeim gert að halda skissubók um ferðir sínar úr og í skóla/vinnu næstu vikurnar sem sýnir fram á þróun í hugrenningartengslum (skissubók, dagbók, hugarkort, skókassa, blogg, o.s.frv.).
Markmiðið er að nemendur tileinki sér ólíkar vinnureglur og kanni fjölbreyttar nálgunaraðferðir sem leið til að gera drög að sjálfstæðu verkefni í teikningu.
Það sem eftir lifir annar halda nemendur áfram að vinna og það verður spennandi að sjá útkomuna í vor.

 

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...