Vorboðar farnir að birtast

02.mar.2018

Í þessari viku var farið í aðra fuglatalningu vetrarins í Ósland. Þó aðalerindið sé að telja fugla er reynt að beina sjónum að því sem sést hverju sinni. Auk fuglanna mátti t.d. sjá nokkra seli sem svömluðu skammt frá landi og þá var hreindýr á vappi við Óslandstjörnina en þetta dýr er búið að vera í Óslandi síðustu vikurnar.

Á röltinu í Óslandinu komumst við að því að fyrstu farfuglarnir eru farnir að birtast og hafa bæði sílamávur og álftir sést hér nýverið. Nokkrir tjaldar spókuðu sig í fjörunni í leit að æti en það eru mjög líklega fuglar sem hafa haft hér vetursetu en það eru alltaf nokkrir fuglar sem fara ekki á haustin. Þá mátti sjá að loðvíðirinn er farinn að lifna aðeins við.

Það er alltaf ánægjulegt þegar vorboðar fara að láta á sér kræla. Nú er líka orðið bjart þegar skóli hefst á morgnana og sólin farin að verma. Allt eru þetta merki um að vorið sé í nánd.

[modula id=“9746″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...