Vorboðar farnir að birtast

02.mar.2018

Í þessari viku var farið í aðra fuglatalningu vetrarins í Ósland. Þó aðalerindið sé að telja fugla er reynt að beina sjónum að því sem sést hverju sinni. Auk fuglanna mátti t.d. sjá nokkra seli sem svömluðu skammt frá landi og þá var hreindýr á vappi við Óslandstjörnina en þetta dýr er búið að vera í Óslandi síðustu vikurnar.

Á röltinu í Óslandinu komumst við að því að fyrstu farfuglarnir eru farnir að birtast og hafa bæði sílamávur og álftir sést hér nýverið. Nokkrir tjaldar spókuðu sig í fjörunni í leit að æti en það eru mjög líklega fuglar sem hafa haft hér vetursetu en það eru alltaf nokkrir fuglar sem fara ekki á haustin. Þá mátti sjá að loðvíðirinn er farinn að lifna aðeins við.

Það er alltaf ánægjulegt þegar vorboðar fara að láta á sér kræla. Nú er líka orðið bjart þegar skóli hefst á morgnana og sólin farin að verma. Allt eru þetta merki um að vorið sé í nánd.

[modula id=“9746″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...