Vorboðar farnir að birtast

02.mar.2018

Í þessari viku var farið í aðra fuglatalningu vetrarins í Ósland. Þó aðalerindið sé að telja fugla er reynt að beina sjónum að því sem sést hverju sinni. Auk fuglanna mátti t.d. sjá nokkra seli sem svömluðu skammt frá landi og þá var hreindýr á vappi við Óslandstjörnina en þetta dýr er búið að vera í Óslandi síðustu vikurnar.

Á röltinu í Óslandinu komumst við að því að fyrstu farfuglarnir eru farnir að birtast og hafa bæði sílamávur og álftir sést hér nýverið. Nokkrir tjaldar spókuðu sig í fjörunni í leit að æti en það eru mjög líklega fuglar sem hafa haft hér vetursetu en það eru alltaf nokkrir fuglar sem fara ekki á haustin. Þá mátti sjá að loðvíðirinn er farinn að lifna aðeins við.

Það er alltaf ánægjulegt þegar vorboðar fara að láta á sér kræla. Nú er líka orðið bjart þegar skóli hefst á morgnana og sólin farin að verma. Allt eru þetta merki um að vorið sé í nánd.

[modula id=“9746″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...