Ronja í Nýheimum

27.feb.2018

Unnið að uppsetningu á Ronju.

Þeir sem hafa lagt leið sína í Nýheima síðustu daga og vikur hafa eflaust tekið eftir breytingum á Nýtorgi. Það eru nemendur á lista- og menningarsviði FAS í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og Tónskólann sem hafa verið að breyta Nýheimum í leikhús.
Allt frá því í haust hafa nemendur verið að vinna með verkefnið Ronja ræningjadóttir og hafa unnið m.a. nýja leikgerð sem verður frumsýnd laugardaginn 3. mars næst komandi.
Allt frá byrjun febrúar hefur verið unnið ötullega að því að hanna og smíða leikmynd, sauma búninga og æfa tónlist fyrir sýninguna. Í tengslum við þessa sýningu hafa fleiri svið lista og menningar skólans unnið að verkefnum tengdum sýningunni. Þannig hafa nemendur í fatasaum séð um að hanna og sauma búninga, nemendur í ljósmyndun hafa séð um myndatöku fyrir leikskrá og nemendur í myndlist hafa gert þær grímur sem eru notaðar í sýningunni. Það er Stefán Sturla sem stýrir lista- og menningarsviði FAS og leikstýrir sýningunni og Jóhann Morávek er tónlistarstjóri sýningarinnar.
Ronja verður frumsýnd 3. mars og er uppselt á þá sýningu. Leikritið verður einnig sýnt sunnudaginn 4. mars, miðvikudaginn 7. mars og föstudaginn 9. mars. Allar sýningarnar hefjast klukkan 20. Aðstandendur sýningarinnar mæla ekki með að áhorfendur séu yngri en sex ára. Ragnheiður Rafnsdóttir tekur á móti miðapöntunum í síma 8929707.

Pælt í förðun og hárgreiðslu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...