Þeir sem hafa lagt leið sína í Nýheima síðustu daga og vikur hafa eflaust tekið eftir breytingum á Nýtorgi. Það eru nemendur á lista- og menningarsviði FAS í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og Tónskólann sem hafa verið að breyta Nýheimum í leikhús.
Allt frá því í haust hafa nemendur verið að vinna með verkefnið Ronja ræningjadóttir og hafa unnið m.a. nýja leikgerð sem verður frumsýnd laugardaginn 3. mars næst komandi.
Allt frá byrjun febrúar hefur verið unnið ötullega að því að hanna og smíða leikmynd, sauma búninga og æfa tónlist fyrir sýninguna. Í tengslum við þessa sýningu hafa fleiri svið lista og menningar skólans unnið að verkefnum tengdum sýningunni. Þannig hafa nemendur í fatasaum séð um að hanna og sauma búninga, nemendur í ljósmyndun hafa séð um myndatöku fyrir leikskrá og nemendur í myndlist hafa gert þær grímur sem eru notaðar í sýningunni. Það er Stefán Sturla sem stýrir lista- og menningarsviði FAS og leikstýrir sýningunni og Jóhann Morávek er tónlistarstjóri sýningarinnar.
Ronja verður frumsýnd 3. mars og er uppselt á þá sýningu. Leikritið verður einnig sýnt sunnudaginn 4. mars, miðvikudaginn 7. mars og föstudaginn 9. mars. Allar sýningarnar hefjast klukkan 20. Aðstandendur sýningarinnar mæla ekki með að áhorfendur séu yngri en sex ára. Ragnheiður Rafnsdóttir tekur á móti miðapöntunum í síma 8929707.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...