Heimsókn í Gáruna

19.feb.2018

Fæðsla um flokkun.

Í áfanganum umhverfis- og auðlindafræði er meðal annars verið að fræðast um allt ruslið sem mannfólkið lætur frá sér en rusl og förgun þessa er víða mikið vandamál. Ruslið er líka „misgott“ því sumt er hægt að endurvinna á meðan annað rusl eyðist seint eða illa eins og til dæmis plastið. Til að minnka ruslið skiptir miklu máli að hver og einn leggi sitt af mörkum og tileinki sér lífsstíl sem miðar að því að minnka rusl.
Nemendur áfangans fóru í heimsókn í Gáruna í dag til að kynna sér flokkun og fræðast um það hvað verður um ruslið. Það kom mörgum á óvart að heyra að það séu mikil verðmæti fólgin í sorpi og að best sé að vanda flokkunina til að ágóði verði sem mestur.
Við skoðuðum sérstaklega gáminn með lífræna úrganginum og það vakti eftirtekt að það var nánast engin lykt. Einnig fengum við að sjá jarðveg sem hefur verið búinn til úr kurluðu timbri og lífrænum úrgangi en það verður að næringarríkri mold.

Við lífræna sorpið.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...