Heimsókn í Gáruna

19.feb.2018

Fæðsla um flokkun.

Í áfanganum umhverfis- og auðlindafræði er meðal annars verið að fræðast um allt ruslið sem mannfólkið lætur frá sér en rusl og förgun þessa er víða mikið vandamál. Ruslið er líka „misgott“ því sumt er hægt að endurvinna á meðan annað rusl eyðist seint eða illa eins og til dæmis plastið. Til að minnka ruslið skiptir miklu máli að hver og einn leggi sitt af mörkum og tileinki sér lífsstíl sem miðar að því að minnka rusl.
Nemendur áfangans fóru í heimsókn í Gáruna í dag til að kynna sér flokkun og fræðast um það hvað verður um ruslið. Það kom mörgum á óvart að heyra að það séu mikil verðmæti fólgin í sorpi og að best sé að vanda flokkunina til að ágóði verði sem mestur.
Við skoðuðum sérstaklega gáminn með lífræna úrganginum og það vakti eftirtekt að það var nánast engin lykt. Einnig fengum við að sjá jarðveg sem hefur verið búinn til úr kurluðu timbri og lífrænum úrgangi en það verður að næringarríkri mold.

Við lífræna sorpið.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...