Í áfanganum umhverfis- og auðlindafræði er meðal annars verið að fræðast um allt ruslið sem mannfólkið lætur frá sér en rusl og förgun þessa er víða mikið vandamál. Ruslið er líka „misgott“ því sumt er hægt að endurvinna á meðan annað rusl eyðist seint eða illa eins og til dæmis plastið. Til að minnka ruslið skiptir miklu máli að hver og einn leggi sitt af mörkum og tileinki sér lífsstíl sem miðar að því að minnka rusl.
Nemendur áfangans fóru í heimsókn í Gáruna í dag til að kynna sér flokkun og fræðast um það hvað verður um ruslið. Það kom mörgum á óvart að heyra að það séu mikil verðmæti fólgin í sorpi og að best sé að vanda flokkunina til að ágóði verði sem mestur.
Við skoðuðum sérstaklega gáminn með lífræna úrganginum og það vakti eftirtekt að það var nánast engin lykt. Einnig fengum við að sjá jarðveg sem hefur verið búinn til úr kurluðu timbri og lífrænum úrgangi en það verður að næringarríkri mold.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...