Vinadagar í FAS

15.feb.2018

Síðustu daga hefur nemendafélagið í FAS staðið fyrir vinadögum. Allir sem vildu gátu tekið þátt og var þátttaka góð. Það hefur mátt sjá marga nemendur vera að laumupokast með snotra pinkla og hafa jafnvel kennarar verið notaðir til að koma pökkunum til skila.
Í gær var svo komið að því að ljóstra upp um leynivinina. Af því tilefni voru bakaðar kökur á Kaffi horninu og nemendafélagið fékk að skreyta litla salinn. Það var ágætlega mætt og voru veitingum gerðar góð skil.
Þetta er frábært framtak hjá nemendafélaginu og góð tilbreyting. Vonandi eru vinadagar komnir til að vera.

 

[modula id=“9743″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...