Síðustu daga hefur nemendafélagið í FAS staðið fyrir vinadögum. Allir sem vildu gátu tekið þátt og var þátttaka góð. Það hefur mátt sjá marga nemendur vera að laumupokast með snotra pinkla og hafa jafnvel kennarar verið notaðir til að koma pökkunum til skila.
Í gær var svo komið að því að ljóstra upp um leynivinina. Af því tilefni voru bakaðar kökur á Kaffi horninu og nemendafélagið fékk að skreyta litla salinn. Það var ágætlega mætt og voru veitingum gerðar góð skil.
Þetta er frábært framtak hjá nemendafélaginu og góð tilbreyting. Vonandi eru vinadagar komnir til að vera.
[modula id=“9743″]