Girnilegur morgunmatur á Nýtorgi

13.feb.2018

Auðbjörn og Oddleifur létu sig ekki vanta í morgunmatinn.

Á síðustu önn var ákveðið að blása til sameiginlegra stunda allra íbúa í Nýheimum. Stundum er sagt að besta leiðin til að ná til fólks sé í gegnum magann og því var ákveðið að íbúar hússins myndu skiptast á að bjóða upp á kræsingar. Alls voru fjórir slíkir samfundir á síðustu önn þar sem alls kyns gómsætir réttir voru bornir á borð.
Sameiginlegir kaffitímar á Nýtorgi mæltust svo vel fyrir að það var ákveðið að halda þeim áfram á þessari önn. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar og utangarðsfólk riðu á vaðið og buðu upp á enskan morgunverð af bestu gerð. En til utangarðsfólks teljast þeir sem eiga í miklu samstarfi við Nýheima eins og t.d. starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs og Vöruhússins.
Það var vel mætt á Nýtorg í morgun og matnum voru gerð góð skil og því ættu allir að vera tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...