Girnilegur morgunmatur á Nýtorgi

13.feb.2018

Auðbjörn og Oddleifur létu sig ekki vanta í morgunmatinn.

Á síðustu önn var ákveðið að blása til sameiginlegra stunda allra íbúa í Nýheimum. Stundum er sagt að besta leiðin til að ná til fólks sé í gegnum magann og því var ákveðið að íbúar hússins myndu skiptast á að bjóða upp á kræsingar. Alls voru fjórir slíkir samfundir á síðustu önn þar sem alls kyns gómsætir réttir voru bornir á borð.
Sameiginlegir kaffitímar á Nýtorgi mæltust svo vel fyrir að það var ákveðið að halda þeim áfram á þessari önn. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar og utangarðsfólk riðu á vaðið og buðu upp á enskan morgunverð af bestu gerð. En til utangarðsfólks teljast þeir sem eiga í miklu samstarfi við Nýheima eins og t.d. starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs og Vöruhússins.
Það var vel mætt á Nýtorg í morgun og matnum voru gerð góð skil og því ættu allir að vera tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...