Girnilegur morgunmatur á Nýtorgi

13.feb.2018

Auðbjörn og Oddleifur létu sig ekki vanta í morgunmatinn.

Á síðustu önn var ákveðið að blása til sameiginlegra stunda allra íbúa í Nýheimum. Stundum er sagt að besta leiðin til að ná til fólks sé í gegnum magann og því var ákveðið að íbúar hússins myndu skiptast á að bjóða upp á kræsingar. Alls voru fjórir slíkir samfundir á síðustu önn þar sem alls kyns gómsætir réttir voru bornir á borð.
Sameiginlegir kaffitímar á Nýtorgi mæltust svo vel fyrir að það var ákveðið að halda þeim áfram á þessari önn. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar og utangarðsfólk riðu á vaðið og buðu upp á enskan morgunverð af bestu gerð. En til utangarðsfólks teljast þeir sem eiga í miklu samstarfi við Nýheima eins og t.d. starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs og Vöruhússins.
Það var vel mætt á Nýtorg í morgun og matnum voru gerð góð skil og því ættu allir að vera tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...