Val fyrir opna daga

12.feb.2018

Ástrós í góðum gír.

Í morgun fór fram kynning á því hvaða hópar verða í boði á opnum dögum en þeir eru 7. – 9. mars næst komandi. Margt mjög spennandi er í boði. Til dæmis er hægt að velja námskeið í fjallaklifri eða að fara í heimsókn í einhvern af framhaldsskólunum sem eru í samstarfi í gegnum Fjarmenntaskólann. En svo þarf líka að undirbúa árshátíð eða að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Alls er hægt að velja um 16 mismunandi hópa.
Eftir kynninguna var tekið við skráningum. Þeir sem ekki voru á kynningunni í morgun geta séð inni á lesstofu hjá Sigga Palla eða Valdísi hvaða hópar eru í boði. Nemendur eru beðnir um að skrá sig á morgun og í síðasta lagi á miðvikudag.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...