Val fyrir opna daga

12.feb.2018

Ástrós í góðum gír.

Í morgun fór fram kynning á því hvaða hópar verða í boði á opnum dögum en þeir eru 7. – 9. mars næst komandi. Margt mjög spennandi er í boði. Til dæmis er hægt að velja námskeið í fjallaklifri eða að fara í heimsókn í einhvern af framhaldsskólunum sem eru í samstarfi í gegnum Fjarmenntaskólann. En svo þarf líka að undirbúa árshátíð eða að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Alls er hægt að velja um 16 mismunandi hópa.
Eftir kynninguna var tekið við skráningum. Þeir sem ekki voru á kynningunni í morgun geta séð inni á lesstofu hjá Sigga Palla eða Valdísi hvaða hópar eru í boði. Nemendur eru beðnir um að skrá sig á morgun og í síðasta lagi á miðvikudag.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...