Í morgun fór fram kynning á því hvaða hópar verða í boði á opnum dögum en þeir eru 7. – 9. mars næst komandi. Margt mjög spennandi er í boði. Til dæmis er hægt að velja námskeið í fjallaklifri eða að fara í heimsókn í einhvern af framhaldsskólunum sem eru í samstarfi í gegnum Fjarmenntaskólann. En svo þarf líka að undirbúa árshátíð eða að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Alls er hægt að velja um 16 mismunandi hópa.
Eftir kynninguna var tekið við skráningum. Þeir sem ekki voru á kynningunni í morgun geta séð inni á lesstofu hjá Sigga Palla eða Valdísi hvaða hópar eru í boði. Nemendur eru beðnir um að skrá sig á morgun og í síðasta lagi á miðvikudag.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...