„Mig langar í þetta allt“

09.feb.2018

Í gær komu til okkar nemendur úr 10. bekk grunnskólans. Skólameistari, nokkrir kennarar og svo forsetar nemendafélagsins tóku á móti hópnum á Nýtorgi. Tilgangurinn með heimsókninni var að sýna nemendum skólann og segja frá möguleikum í námi í FAS. Þó að skólinn sé lítill er boðið upp á fjölbreytt nám sem miðar að þörfum hvers og eins. Flestir velja stúdentsbrautir en þar er hægt að velja um náttúrufræðibraut, hug- og félagsvísindabraut og svo kjörnámsbraut þar sem raðað er saman námi eftir áhuga og áherslum hjá hverjum og einum. Hægt er taka ýmis konar sérhæfingar og setja inn á kjörnámsbraut eins og til dæmis fjallamennskunám eða lista- og menningarsvið svo eitthvað sé nefnt. Margir velja einnig framhaldsskólabraut og líka þar er raðað saman námi eftir óskum hvers og eins.

Eftir að hafa fengið fræðslu um möguleika í námi sögðu forsetar skólans þær Arndís Ósk og Sóley Lóa frá félagslífinu og gengu með hópnum um skólann og svöruðu fyrirspurnum. Fljótlega mun svo verða fundur með foreldrum nemenda í 10. bekk þar sem farið verður yfir námsmöguleika í FAS. Foreldrar munu fá fundarboð fljótlega.

Það var gaman að fá krakkana í heimsókn. Þau voru áhugsöm og spurðu mikið. Einum nemanda varð að orði eftir að hafa fengið fræðslu og skoðað skólann: „Mig langar í þetta allt“.

[modula id=“9742″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...