„Mig langar í þetta allt“

09.feb.2018

Í gær komu til okkar nemendur úr 10. bekk grunnskólans. Skólameistari, nokkrir kennarar og svo forsetar nemendafélagsins tóku á móti hópnum á Nýtorgi. Tilgangurinn með heimsókninni var að sýna nemendum skólann og segja frá möguleikum í námi í FAS. Þó að skólinn sé lítill er boðið upp á fjölbreytt nám sem miðar að þörfum hvers og eins. Flestir velja stúdentsbrautir en þar er hægt að velja um náttúrufræðibraut, hug- og félagsvísindabraut og svo kjörnámsbraut þar sem raðað er saman námi eftir áhuga og áherslum hjá hverjum og einum. Hægt er taka ýmis konar sérhæfingar og setja inn á kjörnámsbraut eins og til dæmis fjallamennskunám eða lista- og menningarsvið svo eitthvað sé nefnt. Margir velja einnig framhaldsskólabraut og líka þar er raðað saman námi eftir óskum hvers og eins.

Eftir að hafa fengið fræðslu um möguleika í námi sögðu forsetar skólans þær Arndís Ósk og Sóley Lóa frá félagslífinu og gengu með hópnum um skólann og svöruðu fyrirspurnum. Fljótlega mun svo verða fundur með foreldrum nemenda í 10. bekk þar sem farið verður yfir námsmöguleika í FAS. Foreldrar munu fá fundarboð fljótlega.

Það var gaman að fá krakkana í heimsókn. Þau voru áhugsöm og spurðu mikið. Einum nemanda varð að orði eftir að hafa fengið fræðslu og skoðað skólann: „Mig langar í þetta allt“.

[modula id=“9742″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...