„Mig langar í þetta allt“

09.feb.2018

Í gær komu til okkar nemendur úr 10. bekk grunnskólans. Skólameistari, nokkrir kennarar og svo forsetar nemendafélagsins tóku á móti hópnum á Nýtorgi. Tilgangurinn með heimsókninni var að sýna nemendum skólann og segja frá möguleikum í námi í FAS. Þó að skólinn sé lítill er boðið upp á fjölbreytt nám sem miðar að þörfum hvers og eins. Flestir velja stúdentsbrautir en þar er hægt að velja um náttúrufræðibraut, hug- og félagsvísindabraut og svo kjörnámsbraut þar sem raðað er saman námi eftir áhuga og áherslum hjá hverjum og einum. Hægt er taka ýmis konar sérhæfingar og setja inn á kjörnámsbraut eins og til dæmis fjallamennskunám eða lista- og menningarsvið svo eitthvað sé nefnt. Margir velja einnig framhaldsskólabraut og líka þar er raðað saman námi eftir óskum hvers og eins.

Eftir að hafa fengið fræðslu um möguleika í námi sögðu forsetar skólans þær Arndís Ósk og Sóley Lóa frá félagslífinu og gengu með hópnum um skólann og svöruðu fyrirspurnum. Fljótlega mun svo verða fundur með foreldrum nemenda í 10. bekk þar sem farið verður yfir námsmöguleika í FAS. Foreldrar munu fá fundarboð fljótlega.

Það var gaman að fá krakkana í heimsókn. Þau voru áhugsöm og spurðu mikið. Einum nemanda varð að orði eftir að hafa fengið fræðslu og skoðað skólann: „Mig langar í þetta allt“.

[modula id=“9742″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...