Þessa vikuna hafa nemendur í fjallamennskunáminu verið á Ólafsfirði og Siglufirði á fjallaskíðanámskeiði. FAS og Menntaskólinn á Tröllaskaga eru í góðu samstarfi varðandi þennan áfanga og sér norðanfólk um kennslu og að leggja til búnað sem þarf í námið. Auk þess að þjálfast í fjallaskíðaiðkun læra nemendur að lesa í snjóalög og aðrar aðstæður til að auka öryggi við skíðaiðkunina. Hópurinn er væntalegur heim annað kvöld.
Næsta verkefni fjallamennskunemanna verður að fara á jökul í Öræfunum með Einari Rúnari Sigurðssyni á Hofsnesi.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...