Fréttir af fjallamennskufólkinu okkar

08.feb.2018

Á Tröllaskaga

Á Tröllaskaga

Þessa vikuna  hafa nemendur í fjallamennskunáminu verið á Ólafsfirði og Siglufirði á fjallaskíðanámskeiði. FAS og Menntaskólinn á Tröllaskaga eru í góðu samstarfi varðandi þennan áfanga og sér norðanfólk um kennslu og að leggja til búnað sem þarf í námið. Auk þess að þjálfast í fjallaskíðaiðkun læra nemendur að lesa í snjóalög og aðrar aðstæður til að auka öryggi við skíðaiðkunina. Hópurinn er væntalegur heim annað kvöld.
Næsta verkefni fjallamennskunemanna verður að fara á jökul í Öræfunum með Einari Rúnari Sigurðssyni á Hofsnesi.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...