Þessa vikuna hafa nemendur í fjallamennskunáminu verið á Ólafsfirði og Siglufirði á fjallaskíðanámskeiði. FAS og Menntaskólinn á Tröllaskaga eru í góðu samstarfi varðandi þennan áfanga og sér norðanfólk um kennslu og að leggja til búnað sem þarf í námið. Auk þess að þjálfast í fjallaskíðaiðkun læra nemendur að lesa í snjóalög og aðrar aðstæður til að auka öryggi við skíðaiðkunina. Hópurinn er væntalegur heim annað kvöld.
Næsta verkefni fjallamennskunemanna verður að fara á jökul í Öræfunum með Einari Rúnari Sigurðssyni á Hofsnesi.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...