Fjallamennskunemendur á fyrstu hjálpar námskeiði

05.feb.2018

Fyrstu hjálparnámskeið í Lóni.

Um nýliðna helgi tóku nemendur í fjallamennskunámi í FAS þátt í fyrstu hjálparnámskeiði ásamt félögum í Björgunarfélagi Hornafjarðar. Elín Freyja Hauksdóttir læknir hafði yfirumsjón með námskeiðinu.
Fyrsta daginn var námskeiðið í húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn þar sem var farið yfir grunnatriði fyrstu hjálpar. Á laugardag var farið í Arasel í Lóni þar sem haldið var áfram að fræðast og verklegar æfingar voru haldnar bæði inni og úti. Þátttakendur gistu aðfaranótt sunnudagsins í Araseli en námskeiðinu lauk um miðbik sunnudagsins.
Að loknu þessu námskeiði héldu nemendur í fjallamennsku norður á Tröllaskaga en í þessari viku læra þeir á fjallaskíði og fræðast um björgun úr snjóflóðum.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...