Um nýliðna helgi tóku nemendur í fjallamennskunámi í FAS þátt í fyrstu hjálparnámskeiði ásamt félögum í Björgunarfélagi Hornafjarðar. Elín Freyja Hauksdóttir læknir hafði yfirumsjón með námskeiðinu.
Fyrsta daginn var námskeiðið í húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn þar sem var farið yfir grunnatriði fyrstu hjálpar. Á laugardag var farið í Arasel í Lóni þar sem haldið var áfram að fræðast og verklegar æfingar voru haldnar bæði inni og úti. Þátttakendur gistu aðfaranótt sunnudagsins í Araseli en námskeiðinu lauk um miðbik sunnudagsins.
Að loknu þessu námskeiði héldu nemendur í fjallamennsku norður á Tröllaskaga en í þessari viku læra þeir á fjallaskíði og fræðast um björgun úr snjóflóðum.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...