Fjallamennskunemendur á fyrstu hjálpar námskeiði

05.feb.2018

Fyrstu hjálparnámskeið í Lóni.

Um nýliðna helgi tóku nemendur í fjallamennskunámi í FAS þátt í fyrstu hjálparnámskeiði ásamt félögum í Björgunarfélagi Hornafjarðar. Elín Freyja Hauksdóttir læknir hafði yfirumsjón með námskeiðinu.
Fyrsta daginn var námskeiðið í húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn þar sem var farið yfir grunnatriði fyrstu hjálpar. Á laugardag var farið í Arasel í Lóni þar sem haldið var áfram að fræðast og verklegar æfingar voru haldnar bæði inni og úti. Þátttakendur gistu aðfaranótt sunnudagsins í Araseli en námskeiðinu lauk um miðbik sunnudagsins.
Að loknu þessu námskeiði héldu nemendur í fjallamennsku norður á Tröllaskaga en í þessari viku læra þeir á fjallaskíði og fræðast um björgun úr snjóflóðum.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...