Fjallamennskunemendur á fyrstu hjálpar námskeiði

05.feb.2018

Fyrstu hjálparnámskeið í Lóni.

Um nýliðna helgi tóku nemendur í fjallamennskunámi í FAS þátt í fyrstu hjálparnámskeiði ásamt félögum í Björgunarfélagi Hornafjarðar. Elín Freyja Hauksdóttir læknir hafði yfirumsjón með námskeiðinu.
Fyrsta daginn var námskeiðið í húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn þar sem var farið yfir grunnatriði fyrstu hjálpar. Á laugardag var farið í Arasel í Lóni þar sem haldið var áfram að fræðast og verklegar æfingar voru haldnar bæði inni og úti. Þátttakendur gistu aðfaranótt sunnudagsins í Araseli en námskeiðinu lauk um miðbik sunnudagsins.
Að loknu þessu námskeiði héldu nemendur í fjallamennsku norður á Tröllaskaga en í þessari viku læra þeir á fjallaskíði og fræðast um björgun úr snjóflóðum.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...