Áhrifarík námsferð til Reykjavíkur

01.feb.2018

“Ég á heima hér” varð nemanda í FAS að orði í skólaheimsókn í Reykjavík í vikunni en hópur nemenda og kennara af Menningar- og listasviði FAS í tveggja daga námsferð til Reykjavíkur.  Markmið ferðarinnar var að kynna nemendum þær námsleiðir sem í boði eru eftir nám í framhaldsskóla en mikill áhugi er á skapandi greinum meðal nemenda FAS um þessar mundir.  Í ferðinni var farið í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskólann og Listaháskóla Íslands. Auk þess var farið í skoðunarferð í Þjóðleikhúsið og á sýningu útskriftarnema Ljósmyndaskólans.  Einnig var hópurinn svo heppinn að hitta á generalprufu á söngleiknum Framleiðendunum sem Nemendafélag Versló frumsýnir nú um helgina.
Hvarvetna var vel tekið á móti hópnum og góður rómur gerður að áherslu FAS á hinar skapandi greinar. Ferðin var afar lærdómsrík og skólaheimsóknirnar höfðu mikil áhrif á nemendur. Nokkur höfðu á orði að þau væru þegar staðráðin í að sækja um skólavist, svo hrifin voru þau af því sem fyrir augu bar.

[modula id=“9741″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...