Áhrifarík námsferð til Reykjavíkur

01.feb.2018

“Ég á heima hér” varð nemanda í FAS að orði í skólaheimsókn í Reykjavík í vikunni en hópur nemenda og kennara af Menningar- og listasviði FAS í tveggja daga námsferð til Reykjavíkur.  Markmið ferðarinnar var að kynna nemendum þær námsleiðir sem í boði eru eftir nám í framhaldsskóla en mikill áhugi er á skapandi greinum meðal nemenda FAS um þessar mundir.  Í ferðinni var farið í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskólann og Listaháskóla Íslands. Auk þess var farið í skoðunarferð í Þjóðleikhúsið og á sýningu útskriftarnema Ljósmyndaskólans.  Einnig var hópurinn svo heppinn að hitta á generalprufu á söngleiknum Framleiðendunum sem Nemendafélag Versló frumsýnir nú um helgina.
Hvarvetna var vel tekið á móti hópnum og góður rómur gerður að áherslu FAS á hinar skapandi greinar. Ferðin var afar lærdómsrík og skólaheimsóknirnar höfðu mikil áhrif á nemendur. Nokkur höfðu á orði að þau væru þegar staðráðin í að sækja um skólavist, svo hrifin voru þau af því sem fyrir augu bar.

[modula id=“9741″]

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...