Áhrifarík námsferð til Reykjavíkur

01.feb.2018

“Ég á heima hér” varð nemanda í FAS að orði í skólaheimsókn í Reykjavík í vikunni en hópur nemenda og kennara af Menningar- og listasviði FAS í tveggja daga námsferð til Reykjavíkur.  Markmið ferðarinnar var að kynna nemendum þær námsleiðir sem í boði eru eftir nám í framhaldsskóla en mikill áhugi er á skapandi greinum meðal nemenda FAS um þessar mundir.  Í ferðinni var farið í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskólann og Listaháskóla Íslands. Auk þess var farið í skoðunarferð í Þjóðleikhúsið og á sýningu útskriftarnema Ljósmyndaskólans.  Einnig var hópurinn svo heppinn að hitta á generalprufu á söngleiknum Framleiðendunum sem Nemendafélag Versló frumsýnir nú um helgina.
Hvarvetna var vel tekið á móti hópnum og góður rómur gerður að áherslu FAS á hinar skapandi greinar. Ferðin var afar lærdómsrík og skólaheimsóknirnar höfðu mikil áhrif á nemendur. Nokkur höfðu á orði að þau væru þegar staðráðin í að sækja um skólavist, svo hrifin voru þau af því sem fyrir augu bar.

[modula id=“9741″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...