Fjarnám í FAS

14.des.2017

Undanfarnar annir hefur FAS verið að auka framboð á fjarnámi. Langflestir áfangar sem eru í boði í skólanum eru nú einnig fjarnámsáfangar. Helstu áherslur í fjarnámi eru persónuleg þjónusta við nemendur og ekki eru lengur lokapróf í áföngum en í staðinn ræða nemendur og kennari saman um það sem hefur áunnist á önninni. Vegna þessa hefur hlutfall fjarnemenda aukist jafnt og þétt við skólann.

Helsta markmið skólans er að bjóða fjarnemendum upp á persónulega þjónustu. Kennarar hafa samband við nemendur í upphafi annar í gegnum Skype eða aðra samskiptamiðla til að koma á tengslum. Allt námsefni er sett upp á Kennsluvef og er leitast við að hafa skipulag sem einfaldast og skýrast. Stutt myndbönd fylgja námsefninu þar sem farið er í helstu atriði. Nemendur skila verkefnum í gegnum Kennsluvefinn.

Núna í lok haustannar lagði Þekkingasetur Nýheima fyrir könnun meðal fjarnemenda um námið í FAS. Í úrvinnslu gagna fær FAS almennt mikið lof frá nemendum og kemur skólinn  vel út í samanburði þeirra sem hafa reynslu af fjarnámi við aðra skóla. „Sanngjörn gjöld, góð samskipti við kennara, persónuleg þjónusta og engin lokapróf“ voru þeir þættir sem oftast voru nefndir sem þeir eiginleikar sem FAS hefur umfram aðra skóla.

 

 

 

Þegar fjarnemendur voru spurðir hvort þeir hefðu ábendingar til þeirra sem hygðu á nám vildu þeir koma eftirfarandi á framfæri:

„Ég mæli með FAS fyrir alla og tel hann fyrirmynd annarra skóla, ódýr og þægilegur.“ og “Mjög gott að vera í fjarnámi frá FAS.“

 

Hægt er að skrá sig í nám í FAS til 10. janúar með því að smella hér.

Hægt er að skoða námsframboð á vorönn 2018 hér.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...