Fjarnám í FAS

14.des.2017

Undanfarnar annir hefur FAS verið að auka framboð á fjarnámi. Langflestir áfangar sem eru í boði í skólanum eru nú einnig fjarnámsáfangar. Helstu áherslur í fjarnámi eru persónuleg þjónusta við nemendur og ekki eru lengur lokapróf í áföngum en í staðinn ræða nemendur og kennari saman um það sem hefur áunnist á önninni. Vegna þessa hefur hlutfall fjarnemenda aukist jafnt og þétt við skólann.

Helsta markmið skólans er að bjóða fjarnemendum upp á persónulega þjónustu. Kennarar hafa samband við nemendur í upphafi annar í gegnum Skype eða aðra samskiptamiðla til að koma á tengslum. Allt námsefni er sett upp á Kennsluvef og er leitast við að hafa skipulag sem einfaldast og skýrast. Stutt myndbönd fylgja námsefninu þar sem farið er í helstu atriði. Nemendur skila verkefnum í gegnum Kennsluvefinn.

Núna í lok haustannar lagði Þekkingasetur Nýheima fyrir könnun meðal fjarnemenda um námið í FAS. Í úrvinnslu gagna fær FAS almennt mikið lof frá nemendum og kemur skólinn  vel út í samanburði þeirra sem hafa reynslu af fjarnámi við aðra skóla. „Sanngjörn gjöld, góð samskipti við kennara, persónuleg þjónusta og engin lokapróf“ voru þeir þættir sem oftast voru nefndir sem þeir eiginleikar sem FAS hefur umfram aðra skóla.

 

 

 

Þegar fjarnemendur voru spurðir hvort þeir hefðu ábendingar til þeirra sem hygðu á nám vildu þeir koma eftirfarandi á framfæri:

„Ég mæli með FAS fyrir alla og tel hann fyrirmynd annarra skóla, ódýr og þægilegur.“ og “Mjög gott að vera í fjarnámi frá FAS.“

 

Hægt er að skrá sig í nám í FAS til 10. janúar með því að smella hér.

Hægt er að skoða námsframboð á vorönn 2018 hér.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...