Fjarnám í FAS

14.des.2017

Undanfarnar annir hefur FAS verið að auka framboð á fjarnámi. Langflestir áfangar sem eru í boði í skólanum eru nú einnig fjarnámsáfangar. Helstu áherslur í fjarnámi eru persónuleg þjónusta við nemendur og ekki eru lengur lokapróf í áföngum en í staðinn ræða nemendur og kennari saman um það sem hefur áunnist á önninni. Vegna þessa hefur hlutfall fjarnemenda aukist jafnt og þétt við skólann.

Helsta markmið skólans er að bjóða fjarnemendum upp á persónulega þjónustu. Kennarar hafa samband við nemendur í upphafi annar í gegnum Skype eða aðra samskiptamiðla til að koma á tengslum. Allt námsefni er sett upp á Kennsluvef og er leitast við að hafa skipulag sem einfaldast og skýrast. Stutt myndbönd fylgja námsefninu þar sem farið er í helstu atriði. Nemendur skila verkefnum í gegnum Kennsluvefinn.

Núna í lok haustannar lagði Þekkingasetur Nýheima fyrir könnun meðal fjarnemenda um námið í FAS. Í úrvinnslu gagna fær FAS almennt mikið lof frá nemendum og kemur skólinn  vel út í samanburði þeirra sem hafa reynslu af fjarnámi við aðra skóla. „Sanngjörn gjöld, góð samskipti við kennara, persónuleg þjónusta og engin lokapróf“ voru þeir þættir sem oftast voru nefndir sem þeir eiginleikar sem FAS hefur umfram aðra skóla.

 

 

 

Þegar fjarnemendur voru spurðir hvort þeir hefðu ábendingar til þeirra sem hygðu á nám vildu þeir koma eftirfarandi á framfæri:

„Ég mæli með FAS fyrir alla og tel hann fyrirmynd annarra skóla, ódýr og þægilegur.“ og “Mjög gott að vera í fjarnámi frá FAS.“

 

Hægt er að skrá sig í nám í FAS til 10. janúar með því að smella hér.

Hægt er að skoða námsframboð á vorönn 2018 hér.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...