Skólastarfi haustannarinnar lýkur formlega í dag og allar einkunnir eiga að vera komnar í Innu fyrir lok dagsins. Um leið er komið jólafrí. Það verður örugglega kærkomið að leggja skræðurnar til hliðar um stund og jafnvel lúra lengur í skammdeginu.
Skólastarf vorannar hefst fimmtudaginn 4. janúar klukkan 10 en þá verður skólinn settur. Í kjölfarið verða umsjónarfundir þar sem nemendur fá afhentar stundaskrár. Kennsla hefst svo föstudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og vonar að nýtt ár verði öllum gott og gæfuríkt.