Á þessari önn var sjónlistaráfanginn SJLI3VE05 kenndur í FAS og voru fjórir nemendur skráðir. Hver nemandi valdi sér þema í byrjun annar og vann með það út önnina í þeim tilgangi að setja upp sýningu í lok annar. Þemun sem nemendur völdu voru: andlit, bláar myndir, tré og útsýni.
Myndlistasýning sem fékk nafnið „Málalok“ var opnuð í Miklagarði 8. desember síðastliðinn og var opin um helgina. Þar gaf að líta verkefni annarinnar. Um 140 manns mættu á sýninguna sem er góð aðsókn á þeim tíma sem jólaundirbúningur er að ná hámarki.
Við viljum þakka listamönnunum og þeim sem að mættu fyrir að gera þetta svona vel heppnaðan og skemmtilegan viðburð.