Málalok

13.des.2017

Á þessari önn var sjónlistaráfanginn SJLI3VE05 kenndur í FAS og voru fjórir nemendur skráðir. Hver nemandi valdi sér þema í byrjun annar og vann með það út önnina í þeim tilgangi að setja upp sýningu í lok annar. Þemun sem nemendur völdu voru: andlit, bláar myndir, tré og útsýni.

Myndlistasýning sem fékk nafnið „Málalok“ var opnuð í Miklagarði 8. desember síðastliðinn og var opin um helgina. Þar gaf að líta verkefni annarinnar. Um 140 manns mættu á sýninguna sem er góð aðsókn á þeim tíma sem jólaundirbúningur er að ná hámarki.
Við viljum þakka listamönnunum og  þeim sem að mættu fyrir að gera þetta svona vel heppnaðan og  skemmtilegan viðburð.

 

Frá vinstri: Svafa Herdís Jónsdóttir, Ólafía Ingibjörg Gísladóttir, Páll E Kristjánsson og Ísabella Ævarsdóttir.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...