Málalok

13.des.2017

Á þessari önn var sjónlistaráfanginn SJLI3VE05 kenndur í FAS og voru fjórir nemendur skráðir. Hver nemandi valdi sér þema í byrjun annar og vann með það út önnina í þeim tilgangi að setja upp sýningu í lok annar. Þemun sem nemendur völdu voru: andlit, bláar myndir, tré og útsýni.

Myndlistasýning sem fékk nafnið „Málalok“ var opnuð í Miklagarði 8. desember síðastliðinn og var opin um helgina. Þar gaf að líta verkefni annarinnar. Um 140 manns mættu á sýninguna sem er góð aðsókn á þeim tíma sem jólaundirbúningur er að ná hámarki.
Við viljum þakka listamönnunum og  þeim sem að mættu fyrir að gera þetta svona vel heppnaðan og  skemmtilegan viðburð.

 

Frá vinstri: Svafa Herdís Jónsdóttir, Ólafía Ingibjörg Gísladóttir, Páll E Kristjánsson og Ísabella Ævarsdóttir.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...