Gersemi í grjóti

06.des.2017

Undanfarnar vikur hafa nemendur í jarðfræði verið að læra um grjót og hvernig eigi að greina það. Þar skiptir t.d. miklu máli hvort bergið hafi myndast í eldgosi eða á annan hátt. Auðvitað er hægt að finna helling um steina í bókum en það er samt alltaf best að skoða það sem er í umhverfinu. 

Í síðustu viku fór hópurinn í gönguferð út að Leiðarhöfða og skoðaði það sem bar fyrir augu. Og það má með sanni segja að náttúran geti sýnt á sér margar hliðar því frá ákveðnu sjónarhorni mátt sjá vígalegan risa blasa við.

Í gær brugðu nemendur sér í heimsókn á Leiruna til Kidda frá Dilksnesi og Jónu Bennýjar en Kiddi  hefur safnað grjóti um langt skeið. Auk þess að skoða garðinn hans fórum við í heimsókn á Heppuna þar sem hann hefur aðstöðu til að vinna úr steinunum. Þar eru áform um að opna steinasafn þar sem  m.a. verður hægt að skoða fallega steina og hvernig þeir eru unnir.

Við þökkum þeim Kidda og Jónu Bennýju kærlega fyrir að taka á móti okkur.

 

[modula id=“9737″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...