Gersemi í grjóti

06.des.2017

Undanfarnar vikur hafa nemendur í jarðfræði verið að læra um grjót og hvernig eigi að greina það. Þar skiptir t.d. miklu máli hvort bergið hafi myndast í eldgosi eða á annan hátt. Auðvitað er hægt að finna helling um steina í bókum en það er samt alltaf best að skoða það sem er í umhverfinu. 

Í síðustu viku fór hópurinn í gönguferð út að Leiðarhöfða og skoðaði það sem bar fyrir augu. Og það má með sanni segja að náttúran geti sýnt á sér margar hliðar því frá ákveðnu sjónarhorni mátt sjá vígalegan risa blasa við.

Í gær brugðu nemendur sér í heimsókn á Leiruna til Kidda frá Dilksnesi og Jónu Bennýjar en Kiddi  hefur safnað grjóti um langt skeið. Auk þess að skoða garðinn hans fórum við í heimsókn á Heppuna þar sem hann hefur aðstöðu til að vinna úr steinunum. Þar eru áform um að opna steinasafn þar sem  m.a. verður hægt að skoða fallega steina og hvernig þeir eru unnir.

Við þökkum þeim Kidda og Jónu Bennýju kærlega fyrir að taka á móti okkur.

 

[modula id=“9737″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...