Síðasta föstudag opnuðu nemendur í ljósmyndun sýningu á Nýtorgi. Nemendur hafa á önninni lært undirstöðuatriði í ljósmyndun en einnig einbeitt sér að hugmyndavinnu og er sýningin afrakstur hennar. Síðustu vikur annarinnar munu nemendur spreyta sig á stúdíóljósmyndun. Á vorönn heldur námið áfram og þá verður haldið eins langt frá stafrænni tækni og komist verður og nemendur smíða sér svokallaða Pinhole myndavél og taka myndir á hana. Síðan tekur við ljósmyndun á filmu, svarthvít framköllun og stækkun og að endingu vinna nemendur að lokaverkefnum sem sýnd verða í vor. Ljósmyndun í FAS er námslína sem spannar tvær annir en auk þess er hægt að bæta við þriðju önninni í formi verkefnaáfanga.
Á föstudaginn frumsýndi Ísar Svan Gautason stuttmyndina Kaffi sem hann gerði í verkefnaáfanga í kvikmyndagerð. Myndina má sjá hér: [embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=crwQZA4989s[/embedyt]