Ljósmyndasýning og frumsýning stuttmyndar

28.nóv.2017

Síðasta föstudag opnuðu nemendur í ljósmyndun sýningu á Nýtorgi.  Nemendur hafa á önninni lært undirstöðuatriði í ljósmyndun en einnig einbeitt sér að hugmyndavinnu og er sýningin afrakstur hennar. Síðustu vikur annarinnar munu nemendur spreyta sig á stúdíóljósmyndun. Á vorönn heldur námið áfram og þá verður haldið eins langt frá stafrænni tækni og komist verður og nemendur smíða sér svokallaða Pinhole myndavél og taka myndir á hana. Síðan tekur við ljósmyndun á filmu, svarthvít framköllun og stækkun og að endingu vinna nemendur að lokaverkefnum sem sýnd verða í vor. Ljósmyndun í FAS er námslína sem spannar tvær annir en auk þess er hægt að bæta við þriðju önninni í formi verkefnaáfanga.

Á föstudaginn frumsýndi Ísar Svan Gautason stuttmyndina Kaffi sem hann gerði í verkefnaáfanga í kvikmyndagerð. Myndina má sjá hér: [embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=crwQZA4989s[/embedyt]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...