Wiktoria bikarmeistari í Fitness

23.nóv.2017

Um síðustu helgi fór fram mót í Fitness. Mótið var haldið í Háskólabíói og voru alls um 90 keppendur. Einn þeirra flokka sem var keppt í heitir Bodyfitness kvenna og þar keppti Wiktoria Darnowska sem er nemandi í FAS. Hún náði þeim frábæra árangri að vera efst í unglingaflokki, í sjötta sæti í sínum hæðarflokki og í heildina var hún í þriðja sæti.
Wiktoria byrjaði að æfa líkamsrækt fyrir um það bil tveimur árum. Það hefur lengi verið draumur hjá henni að keppa í fitnessmóti. Í janúar síðast liðnum ákvað hún að taka þátt í þessari keppni.
Það er að mörgu að huga þegar á að taka þátt í móti sem þessu.
Dómarar meta heildarútlit líkamans í öllum lotum með hliðsjón af samræmi, áferð og lögun vöðvanna, hóflegri líkamsfitu en einnig er tekið tillit til förðunar, hárs og framkomu hvers og eins. Fas og glæsileiki skiptir máli. Margir telja þessa keppnisgrein heppilega fyrir konur sem æfa mikið og vilja fylgja heilbrigðu mataræði og lífsstíl. Öllu máli skiptir þó að hafa góða leiðsögn. Þjálfari Wiktoriu er staðsettur í Reykjavík en hún æfir í Sporthöllinni. Að sögn Wiktoriu skiptir mataræðið hvað mestu máli því ef ekki er borðað rétt verður enginn árangur.
Wiktoria var að vonum ánægð með árangurinn á þessu fyrsta móti sínu og ætlar að halda ótrauð áfram.
Við í FAS óskum henni til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...