Í morgun var komið að þriðja sameiginlega morgunkaffi íbúa Nýheima. Að þessu sinnu voru það kennarar og starfsfólk FAS sem sá um veitingarnar og líkt og áður svignuðu borðin undan kræsingunum.
Þessir sameiginlegu kaffitímar hafa heldur betur slegið í gegn og bíða margir þessara daga. Fólki finnst fínt að setjast aðeins saman og spjalla og njóta um leið veitinganna.
Fjórða og síðasta kaffisamsætið verður svo í desember og þá sýna nemendur hvað í þeim býr.
[modula id=“9738″]