Kíkt í fiðrildagildrur

13.nóv.2017

Þó farið sé að halla í miðjan nóvember er enn nokkuð um skordýr á ferli. Í morgun var verið að tæma fiðrildagildrur í Einarslundi í síðasta sinn á þessu hausti og fengu nemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum í FAS að fylgjast með. Björn Gísli tók á móti hópnum í Guðmundarhúsi og sagði frá því helsta sem fer fram í Einarslundi. Einnig sagði hann frá sögu hússins.
Miðað við hvað kemur í gildrurnar á góðum sumardegi var „aflinn“ ekki mikill. Það voru þó nokkur fiðrildi sem voru í gildrunum og töluvert af flugum.
Við fengum að taka fiðrildin með í FAS og ætlunin er að skoða þau nánar í víðsjá og smásjá á næstunni.

[modula id=“9735″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...