Mælingar á Heinabergsjökli

09.nóv.2017

Í dag fór nemendur í INGU1NR05 til að sinna árlegum mælingum á Heinabergsjökli. Með í för voru þau Kristín og Snævarr frá Náttúrustofu Suðausturlands og einnig Eyjólfur og Hjördís frá FAS.
Það var töluverður garri á Höfn þegar var farið af stað og veðurspáin ekkert allt of góð. Það kom því skemmtilega á óvart að uppi við jökulinn var nánast logn og því auðvelt að framkvæma mælingar.
Fyrir þá sem ekki vita að þá liggur Heinabergsjökull fram í jökullón og því þarf að notast við þríhyrningamælingar til að finna út vegalend frá ákveðnum punktum á landi og í jökulsporðinn. Undanfarin ár hefur jökullinn verið að rýrna og hopa og eftir mælingar fyrir ári síðan kom í ljós að mælingar frá punkti 155 eru ekki lengur marktækar því þar sem áður var jökulsporður eru nú bara jakar. Því var að þessu sinni einungis stuðst við mælilínu 157 sem er sunnar á jökulruðningunum.
Mælingar gengu ljómandi vel og það náðist að safna þeim gögnum sem þarf að nýta við útreikninga. Í framhaldinu verður staða jökulsins reiknuð og nemendur þurfa að vinna skýrlsu um ferðina.

[modula id=“9736″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...