Mælingar á Heinabergsjökli

09.nóv.2017

Í dag fór nemendur í INGU1NR05 til að sinna árlegum mælingum á Heinabergsjökli. Með í för voru þau Kristín og Snævarr frá Náttúrustofu Suðausturlands og einnig Eyjólfur og Hjördís frá FAS.
Það var töluverður garri á Höfn þegar var farið af stað og veðurspáin ekkert allt of góð. Það kom því skemmtilega á óvart að uppi við jökulinn var nánast logn og því auðvelt að framkvæma mælingar.
Fyrir þá sem ekki vita að þá liggur Heinabergsjökull fram í jökullón og því þarf að notast við þríhyrningamælingar til að finna út vegalend frá ákveðnum punktum á landi og í jökulsporðinn. Undanfarin ár hefur jökullinn verið að rýrna og hopa og eftir mælingar fyrir ári síðan kom í ljós að mælingar frá punkti 155 eru ekki lengur marktækar því þar sem áður var jökulsporður eru nú bara jakar. Því var að þessu sinni einungis stuðst við mælilínu 157 sem er sunnar á jökulruðningunum.
Mælingar gengu ljómandi vel og það náðist að safna þeim gögnum sem þarf að nýta við útreikninga. Í framhaldinu verður staða jökulsins reiknuð og nemendur þurfa að vinna skýrlsu um ferðina.

[modula id=“9736″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...