Ungmennaþing í Nýheimum

07.nóv.2017

Það var margt um manninn.

Eftir hádegi í gær var haldið ungmennaþing í Nýheimum og voru það nemendur úr 8., 9. og 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur í FAS sem tóku þátt.
Í byrjun voru tveir fyrirlestrar um mannréttindi annars vegar og hamingju og vellíðan hins vegar. Það voru þau Magnús Guðmundsson frá Amnesty og Margrét Gauja Magnúsdóttir sem fluttu fyrirlestrana. Þar á eftir voru málstofur þar sem ákveðin málefni voru til umræðu. Alls voru málstofurnar fimm og umræða í hverri um 20 mínútur þannig að allir nemendur kynntust öllum málstofum. Umfjöllunarefni dagsins voru: andleg heilsa, mannréttindi, skólakerfi, staðalímyndir og kynheilbrigði. Tilgangurinn með málstofunum var að fá nemendur til að koma með lausnir á ýmsu sem þeir telja vandamál og ræða hispurslaust um mikilvæg málefni. Ungmennaráð Hornafjarðar mun síðan vinna úr upplýsingunum og leggja til endurbætur þar sem þess er þörf.
Þeir sem stóðu að ungmennaþinginu er ánægðir með afraksturinn og voru sérstaklega ánægðir með líflega umræður sem urðu þó aldursbilið sé töluvert.
Að loknu ungmennaþinginu var boðið upp á pizzu sem gerð voru góð skil.

[modula id=“9734″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...