Ungmennaþing í Nýheimum

07.nóv.2017

Það var margt um manninn.

Eftir hádegi í gær var haldið ungmennaþing í Nýheimum og voru það nemendur úr 8., 9. og 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur í FAS sem tóku þátt.
Í byrjun voru tveir fyrirlestrar um mannréttindi annars vegar og hamingju og vellíðan hins vegar. Það voru þau Magnús Guðmundsson frá Amnesty og Margrét Gauja Magnúsdóttir sem fluttu fyrirlestrana. Þar á eftir voru málstofur þar sem ákveðin málefni voru til umræðu. Alls voru málstofurnar fimm og umræða í hverri um 20 mínútur þannig að allir nemendur kynntust öllum málstofum. Umfjöllunarefni dagsins voru: andleg heilsa, mannréttindi, skólakerfi, staðalímyndir og kynheilbrigði. Tilgangurinn með málstofunum var að fá nemendur til að koma með lausnir á ýmsu sem þeir telja vandamál og ræða hispurslaust um mikilvæg málefni. Ungmennaráð Hornafjarðar mun síðan vinna úr upplýsingunum og leggja til endurbætur þar sem þess er þörf.
Þeir sem stóðu að ungmennaþinginu er ánægðir með afraksturinn og voru sérstaklega ánægðir með líflega umræður sem urðu þó aldursbilið sé töluvert.
Að loknu ungmennaþinginu var boðið upp á pizzu sem gerð voru góð skil.

[modula id=“9734″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...