Ungmennaþing í Nýheimum

07.nóv.2017

Það var margt um manninn.

Eftir hádegi í gær var haldið ungmennaþing í Nýheimum og voru það nemendur úr 8., 9. og 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur í FAS sem tóku þátt.
Í byrjun voru tveir fyrirlestrar um mannréttindi annars vegar og hamingju og vellíðan hins vegar. Það voru þau Magnús Guðmundsson frá Amnesty og Margrét Gauja Magnúsdóttir sem fluttu fyrirlestrana. Þar á eftir voru málstofur þar sem ákveðin málefni voru til umræðu. Alls voru málstofurnar fimm og umræða í hverri um 20 mínútur þannig að allir nemendur kynntust öllum málstofum. Umfjöllunarefni dagsins voru: andleg heilsa, mannréttindi, skólakerfi, staðalímyndir og kynheilbrigði. Tilgangurinn með málstofunum var að fá nemendur til að koma með lausnir á ýmsu sem þeir telja vandamál og ræða hispurslaust um mikilvæg málefni. Ungmennaráð Hornafjarðar mun síðan vinna úr upplýsingunum og leggja til endurbætur þar sem þess er þörf.
Þeir sem stóðu að ungmennaþinginu er ánægðir með afraksturinn og voru sérstaklega ánægðir með líflega umræður sem urðu þó aldursbilið sé töluvert.
Að loknu ungmennaþinginu var boðið upp á pizzu sem gerð voru góð skil.

[modula id=“9734″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...