Almannavarnir með kynningu í FAS

02.nóv.2017

Yfirlitsmynd um jarðvárvöktun á Veðurstofunni.

Yfirlitsmynd um jarðvárvöktun á Veðurstofunni.

Í dag fengum við til okkar góða gesti. Það voru fulltrúar Almannavarna og lögreglunnar á Suðurlandi. Starfsemi Almannavarna snýst um skipulag og stjórn aðgerða þegar hætta vofir yfir.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna starfsemi Almannavarna fyrir nemendum og starfsfólki í FAS.
Það voru fulltrúar lögreglu og Veðurstofu sem sögðu frá margþættri vinnu sem stuðlar að öflugu eftirliti með náttúruöflunum. Farið var yfir úrkomuna miklu sem varð seinni hluta september og olli miklu vatnsveðri og eyðilagði vegi og brýr á suðausturhorninu en sá atburður var mjög óvenjulegur. Þá kynnti Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár náttúruvöktunarverkefni Veðurstofunnar en þar er m.a. fylgst með veðri, eldgosum, jarðskjálftum og flóðum.
Í ljós kom að til eru viðbragðsáætlanir fyrir hættuástand svo að tími til að bregðast við verði sem stystur því það getur skipt sköpum fyrir almenning.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir góðan og gagnlegan fund. Það er mjög mikilvægt að allir viti af starfsemi Almannavarna og geti brugðist við þegar hætta steðjar að.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...