Almannavarnir með kynningu í FAS

02.nóv.2017

Yfirlitsmynd um jarðvárvöktun á Veðurstofunni.

Yfirlitsmynd um jarðvárvöktun á Veðurstofunni.

Í dag fengum við til okkar góða gesti. Það voru fulltrúar Almannavarna og lögreglunnar á Suðurlandi. Starfsemi Almannavarna snýst um skipulag og stjórn aðgerða þegar hætta vofir yfir.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna starfsemi Almannavarna fyrir nemendum og starfsfólki í FAS.
Það voru fulltrúar lögreglu og Veðurstofu sem sögðu frá margþættri vinnu sem stuðlar að öflugu eftirliti með náttúruöflunum. Farið var yfir úrkomuna miklu sem varð seinni hluta september og olli miklu vatnsveðri og eyðilagði vegi og brýr á suðausturhorninu en sá atburður var mjög óvenjulegur. Þá kynnti Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár náttúruvöktunarverkefni Veðurstofunnar en þar er m.a. fylgst með veðri, eldgosum, jarðskjálftum og flóðum.
Í ljós kom að til eru viðbragðsáætlanir fyrir hættuástand svo að tími til að bregðast við verði sem stystur því það getur skipt sköpum fyrir almenning.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir góðan og gagnlegan fund. Það er mjög mikilvægt að allir viti af starfsemi Almannavarna og geti brugðist við þegar hætta steðjar að.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...