Almannavarnir með kynningu í FAS

02.nóv.2017

Yfirlitsmynd um jarðvárvöktun á Veðurstofunni.

Yfirlitsmynd um jarðvárvöktun á Veðurstofunni.

Í dag fengum við til okkar góða gesti. Það voru fulltrúar Almannavarna og lögreglunnar á Suðurlandi. Starfsemi Almannavarna snýst um skipulag og stjórn aðgerða þegar hætta vofir yfir.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna starfsemi Almannavarna fyrir nemendum og starfsfólki í FAS.
Það voru fulltrúar lögreglu og Veðurstofu sem sögðu frá margþættri vinnu sem stuðlar að öflugu eftirliti með náttúruöflunum. Farið var yfir úrkomuna miklu sem varð seinni hluta september og olli miklu vatnsveðri og eyðilagði vegi og brýr á suðausturhorninu en sá atburður var mjög óvenjulegur. Þá kynnti Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár náttúruvöktunarverkefni Veðurstofunnar en þar er m.a. fylgst með veðri, eldgosum, jarðskjálftum og flóðum.
Í ljós kom að til eru viðbragðsáætlanir fyrir hættuástand svo að tími til að bregðast við verði sem stystur því það getur skipt sköpum fyrir almenning.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir góðan og gagnlegan fund. Það er mjög mikilvægt að allir viti af starfsemi Almannavarna og geti brugðist við þegar hætta steðjar að.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...