Afmælisfjör í FAS

27.okt.2017

Það hefur heldur betur verið líflegt í Nýheimum í dag og margt um manninn. Tilefnið er að sjálfsögðu 30 ára afmæli skólans.
Í morgun mættu þeir hópar sem hafa verið að störfum á Vísindadögum til að leggja lokahönd á vinnuna sem í öllum tilfellum var að gera vinnuna sýnilega.
Á hádegi var svo sýningin opnuð formlega. Það var skólameistari sem bauð gesti velkomna og í kjölfarið kynntu hóparnir vinnu sína á Vísindadögum. Eftir það gafst gestum tækifæri til að skoða afmælissýninguna en þar er meðal annars að finna; heimildamynd um sögu skólans, alls kyns myndir frá skólastarfinu, fatatísku síðustu 30 ára, könnun um viðhorf Hornfirðinga til FAS, viðtöl og fleira. Skólinn bauð upp á hádegisverð sem mæltist vel fyrir.

Það var einkar ánægjulegt að sjá hversu margir komu í Nýheima í dag en hingað komu um 200 manns. Við viljum vekja athygli á að afmælissýningin verður opin til 3. nóvember og hægt er að skoða hana á opnunartíma Nýheima.

[modula id=“9733″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...