Afmælisfjör í FAS

27.okt.2017

Það hefur heldur betur verið líflegt í Nýheimum í dag og margt um manninn. Tilefnið er að sjálfsögðu 30 ára afmæli skólans.
Í morgun mættu þeir hópar sem hafa verið að störfum á Vísindadögum til að leggja lokahönd á vinnuna sem í öllum tilfellum var að gera vinnuna sýnilega.
Á hádegi var svo sýningin opnuð formlega. Það var skólameistari sem bauð gesti velkomna og í kjölfarið kynntu hóparnir vinnu sína á Vísindadögum. Eftir það gafst gestum tækifæri til að skoða afmælissýninguna en þar er meðal annars að finna; heimildamynd um sögu skólans, alls kyns myndir frá skólastarfinu, fatatísku síðustu 30 ára, könnun um viðhorf Hornfirðinga til FAS, viðtöl og fleira. Skólinn bauð upp á hádegisverð sem mæltist vel fyrir.

Það var einkar ánægjulegt að sjá hversu margir komu í Nýheima í dag en hingað komu um 200 manns. Við viljum vekja athygli á að afmælissýningin verður opin til 3. nóvember og hægt er að skoða hana á opnunartíma Nýheima.

[modula id=“9733″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...