Nú í morgunsárið hófust hinir árlegu Vísindadagar í FAS. Viðfangsefnið að þessu sinni er 30 ára afmæli skólans. Nemendur vinna að ýmsum verkefnum sem varða skólann og líklegt er að íbúar sveitarfélagsins verði varir við það á ýmsan hátt. Einn hópurinn er t.d. að leggja fyrir könnun í síma og aðrir eru að vinna að ýmis konar heimildaröflun.
Á föstudag, 27. október verður síðan blásið til mikillar afmælisveislu í Nýheimum þar sem afrakstur vinnunnar verður sýndur. Skólinn býður upp á veitingar á milli 12:00 og 14:00 þann dag. Við hvetjum alla sem geta til að koma í Nýheima og fagna með okkur þessum áfanga og skoða um leið vinnu nemenda.
Við hlökkum til að sjá ykkur !!