Vísindadagar í FAS

25.okt.2017

Nú í morgunsárið hófust hinir árlegu Vísindadagar í FAS. Viðfangsefnið að þessu sinni er 30 ára afmæli skólans. Nemendur vinna að ýmsum verkefnum sem varða skólann og líklegt er að íbúar sveitarfélagsins verði varir við það á ýmsan hátt. Einn hópurinn er t.d. að leggja fyrir könnun í síma og aðrir eru að vinna að ýmis konar heimildaröflun.

Á föstudag, 27. október verður síðan blásið til mikillar afmælisveislu í Nýheimum þar sem afrakstur vinnunnar verður sýndur. Skólinn býður upp á veitingar á milli 12:00 og 14:00 þann dag. Við hvetjum alla sem geta til að koma í Nýheima og fagna með okkur þessum áfanga og skoða um leið vinnu nemenda.

Við hlökkum til að sjá ykkur !!

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...