Vísindadagar í FAS

25.okt.2017

Nú í morgunsárið hófust hinir árlegu Vísindadagar í FAS. Viðfangsefnið að þessu sinni er 30 ára afmæli skólans. Nemendur vinna að ýmsum verkefnum sem varða skólann og líklegt er að íbúar sveitarfélagsins verði varir við það á ýmsan hátt. Einn hópurinn er t.d. að leggja fyrir könnun í síma og aðrir eru að vinna að ýmis konar heimildaröflun.

Á föstudag, 27. október verður síðan blásið til mikillar afmælisveislu í Nýheimum þar sem afrakstur vinnunnar verður sýndur. Skólinn býður upp á veitingar á milli 12:00 og 14:00 þann dag. Við hvetjum alla sem geta til að koma í Nýheima og fagna með okkur þessum áfanga og skoða um leið vinnu nemenda.

Við hlökkum til að sjá ykkur !!

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...