Á slóðum Kristjáns fjórða

19.okt.2017

Í áfanganum DANS2SS05 í FAS eru nemendur að læra dönsku og kynna sér danska menningu, siði og venjur. Til dæmis hafa nemendur kynnt sér ævi og störf Kristjáns 4. konungs, sem ríkti í Danmörku, Noregi og Íslandi frá 1588 – 1648.
Hluti þessa náms var síðan náms- og kynnisferð til Danmerkur 13. – 16.  október síðast liðinn.  Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að sjá með eigin augum nokkrar af þeim byggingum, sem Kristján 4. lét reisa í Kaupmannahöfn.  En þar á meðal eru nokkrar fegurstu byggingar borgarinnar t.d. Rosenborg slot og Børssen.  Einnig var farið á söfn og að sjálfsögðu í Tívolíið.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og voru nemendur sammála um að þeir hefðu lært mikið um danskt samfélag.

Nemendur sóttu um styrki til fyrirtækja í sveitarfélaginu og viljum við færa þeim sem sáu sér fært að styrkja ferðina kærar þakkir. Okkur langar að benda á að þau fyrirtæki, sem ekki hafa lagt okkur lið geta gert það.  Reikningur í Landsbankanum er enn opinn.

                                                                                         Nemendur og kennari í DANS2SS05

 

[modula id=“9729″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...