Í áfanganum DANS2SS05 í FAS eru nemendur að læra dönsku og kynna sér danska menningu, siði og venjur. Til dæmis hafa nemendur kynnt sér ævi og störf Kristjáns 4. konungs, sem ríkti í Danmörku, Noregi og Íslandi frá 1588 – 1648.
Hluti þessa náms var síðan náms- og kynnisferð til Danmerkur 13. – 16. október síðast liðinn. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að sjá með eigin augum nokkrar af þeim byggingum, sem Kristján 4. lét reisa í Kaupmannahöfn. En þar á meðal eru nokkrar fegurstu byggingar borgarinnar t.d. Rosenborg slot og Børssen. Einnig var farið á söfn og að sjálfsögðu í Tívolíið.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og voru nemendur sammála um að þeir hefðu lært mikið um danskt samfélag.
Nemendur sóttu um styrki til fyrirtækja í sveitarfélaginu og viljum við færa þeim sem sáu sér fært að styrkja ferðina kærar þakkir. Okkur langar að benda á að þau fyrirtæki, sem ekki hafa lagt okkur lið geta gert það. Reikningur í Landsbankanum er enn opinn.
Nemendur og kennari í DANS2SS05
[modula id=“9729″]