Í dag var farið í árlega mælingaferð að Fláajökli. Það er Náttúrustofa Suðausturlands sem hefur umsjón með verkefninu en fyrir fáum árum var ákveðið að nemendur í jarðfræði í FAS fái að fara með og kynnast vinnubrögðunum við jöklamælinguna. Við mælingar á jöklinum er stuðst við GPS punkta og með því má fá mun nákvæmari niðurstöður en þegar beitt er t.d. þríhyrningamælingum. Upplýsingarnar eru settar í GIS gagnagrunninn sem er stafrænt landfræðilegt upplýsingakerfi sem m.a. vinnur út frá gögnum frá gervihnöttum. Út frá þessum upplýsingum er hægt að teikna mynd af stöðu jökulsins á hverjum tíma.
Það er einstaklega fallegur dagur í Hornafirði í dag og aðstæður til mælinga hinar ákjósanlegustu. Miklar breytingar eru á svæðinu fyrir framan Fláajökul frá því að síðast var farið. Næstu daga verður svo unnið úr niðurstöðunum. Það verður spennandi að sjá samanburð frá því í fyrra.
[modula id=“9728″]