Ferð að Fláajökli

16.okt.2017

Í dag var farið í árlega mælingaferð að Fláajökli. Það er Náttúrustofa Suðausturlands sem hefur umsjón með verkefninu en fyrir fáum árum var ákveðið að nemendur í jarðfræði í FAS fái að fara með og kynnast vinnubrögðunum við jöklamælinguna. Við mælingar á jöklinum er stuðst við GPS punkta og með því má fá mun nákvæmari niðurstöður en þegar beitt er t.d. þríhyrningamælingum. Upplýsingarnar eru settar í GIS gagnagrunninn sem er stafrænt landfræðilegt upplýsingakerfi sem m.a. vinnur út frá gögnum frá gervihnöttum. Út frá þessum upplýsingum er hægt að teikna mynd af stöðu jökulsins á hverjum tíma.

Það er einstaklega fallegur dagur í Hornafirði í dag og aðstæður til mælinga hinar ákjósanlegustu. Miklar breytingar eru á svæðinu fyrir framan Fláajökul frá því að síðast var farið. Næstu daga verður svo unnið úr niðurstöðunum. Það verður spennandi að sjá samanburð frá því í fyrra.

 

[modula id=“9728″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...