Eins og eflaust flestir vita á að kjósa til Alþingis laugardaginn 28. október næst komandi. Mikið hefur verið rætt um að þátttaka ungs fólks í kosningum fari minnkandi. Engu að síður er þó afskaplega mikilvægt að ungt fólk móti sér skoðanir og taki þátt í kosningum og verði þá um leið virkir þjóðfélagsþegnar. Á því byggir lýðræðið.
Í dag, miðvikudag 11. október komu nokkrir frambjóðendur til að kynna stefnu sinna flokka fyrir nemendur í FAS. Nánar er hægt að lesa um stefnumál flokkanna hér.
Á morgun, 12. október fara svo fram skuggakosningar í FAS. Þá geta nemendur kosið og munu kosningarnar fara fram í stofu 205 frá 9:00 – 16:00. Við hvetjum alla nemendur til að mæta á kjörstað og kjósa og láta þar með í ljós vilja sinn.