Spilakvöld í Nýheimum kl 20:00

04.okt.2017

Annað kvöld, fimmtudaginn 5. október, kl 20:00 mun Nýheimar þekkingasetur standa fyrir spilakvöld í Nýheimum. Albert Eymundsson ætlar að kenna fólki að spila Hornafjarðarmanna eða manna eins og margir kalla spilið. Það var töluvert spilað á árum áður en þá voru hvorki tölvur né sjónvarp til að stytta fólki stundir. Þegar Höfn fagnaði 100 ára afmæli sínu árið 1997 endurvakti Albert spilið og síðan þá hefur það verið spilað reglulega. Þannig eru haldin árlega t.d. heimsmeistaramót og Íslandsmeistaramót.
Árið 2004 var haldið fyrsta framhaldsskólamótið í Hornafjarðarmanna og auðvitað var það Albert sem kom þar við sögu. Síðan þá hefur Hornafjarðarmanni verið árlegur viðburður í opinni viku sem er á vorönninni. Nú viljum við hvetja nemendur til að nýta tækifærið og mæta í Nýheima til að læra þetta ágæta spil og um leið að undirbúa sig fyrir komandi mót í Hornafjarðarmanna sem verður spilað í mars á næsta ári.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...