Spilakvöld í Nýheimum kl 20:00

04.okt.2017

Annað kvöld, fimmtudaginn 5. október, kl 20:00 mun Nýheimar þekkingasetur standa fyrir spilakvöld í Nýheimum. Albert Eymundsson ætlar að kenna fólki að spila Hornafjarðarmanna eða manna eins og margir kalla spilið. Það var töluvert spilað á árum áður en þá voru hvorki tölvur né sjónvarp til að stytta fólki stundir. Þegar Höfn fagnaði 100 ára afmæli sínu árið 1997 endurvakti Albert spilið og síðan þá hefur það verið spilað reglulega. Þannig eru haldin árlega t.d. heimsmeistaramót og Íslandsmeistaramót.
Árið 2004 var haldið fyrsta framhaldsskólamótið í Hornafjarðarmanna og auðvitað var það Albert sem kom þar við sögu. Síðan þá hefur Hornafjarðarmanni verið árlegur viðburður í opinni viku sem er á vorönninni. Nú viljum við hvetja nemendur til að nýta tækifærið og mæta í Nýheima til að læra þetta ágæta spil og um leið að undirbúa sig fyrir komandi mót í Hornafjarðarmanna sem verður spilað í mars á næsta ári.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...