Í fréttum er þetta helst

03.okt.2017

Gestirnir okkar í síðustu viku fóru ekki varhluta af vatnsveðrinu mikla. Það þurfti að gera smávægilegar breytingar dagskránni en það kom þó ekki að sök. Í vikunni voru m.a margir frumkvöðlar heimsóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir móttökurnar.

Leiðin frá Höfn var þó lengri en gert var ráð fyrir í upphafi því eins og allir vita eyðilagðist brúin yfir Steinavötn. Það var því ekki um annað að ræða fyrir erlendu gestina en að fara norður fyrir. Hópurinn lagði af stað klukkan 6 á laugardagsmorgun í rútu og ferðalagið tók um 14 tíma til Keflavíkur en gestirnir frá Grikklandi áttu flug heim um miðnætti.

Í þessari viku standa svo yfir miðannarviðtöl. Þá hitta nemendur kennara sína í hverju fagi og fara þeir saman yfir stöðu mála. Eins og áður eru gefnar einkunnirnar G (góður árangur), V (viðunandi árangur) og O (óviðunandi árangur). Miðannarmatið er sett í Innu og geta nemendur séð matið þar. Í næstu viku verður útprentun af miðannarmatinu sent heim til þeirra sem eru yngri en 18 ára. Við hvetjum foreldra/aðstandendur til að ræða miðannarmatið við sinn ungling því það er mikilvægt að foreldrar viti af stöðu mála og geti hvatt sitt fólk áfram.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...