Fjölþjóðlegt í FAS

26.sep.2017

Það má með sanni segja að þessa vikuna ríki fjölþjóðlegt yfirbragð í FAS en hér eru staddir gestir frá samstarfsskólunum í Erasmus + verkefninu „Sharing competencies in entrepreneruial learning“ sem er verkefni í frumkvöðlafræði. Það verkefni hófst haustið 2016 og taka fimm lönd þátt í því. Auk Íslands eru það Eistland, Grikkland, Ítalía og Lettland og eru bæði nemendur og kennarar í gestahópnum. Eins og í fyrri samstarfsverkefnum gista nemendur hjá okkar nemendum í FAS sem taka þátt í verkefninu.
Dagskráin er þétt skipuð á meðan gestirnir staldra við. Á morgun (miðvikudag) klukkan 10:20 kynna þeir lönd sín fyrir nemendum FAS og þá er nokkrum tíma varið í að skoða Nýheima og Vöruhúsið. Megnið af tímanum er þó tengt þema verkefnisins sem er frumkvöðlafræði. Fyrirhugað er að heimsækja nokkra frumkvöðla hér á Höfn en mestur tíminn fer þó í að vinna í hópum að ýmsum verkefnum. Það verður spennandi að fylgjast með þeirri vinnu.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...