Fjölþjóðlegt í FAS

26.sep.2017

Það má með sanni segja að þessa vikuna ríki fjölþjóðlegt yfirbragð í FAS en hér eru staddir gestir frá samstarfsskólunum í Erasmus + verkefninu „Sharing competencies in entrepreneruial learning“ sem er verkefni í frumkvöðlafræði. Það verkefni hófst haustið 2016 og taka fimm lönd þátt í því. Auk Íslands eru það Eistland, Grikkland, Ítalía og Lettland og eru bæði nemendur og kennarar í gestahópnum. Eins og í fyrri samstarfsverkefnum gista nemendur hjá okkar nemendum í FAS sem taka þátt í verkefninu.
Dagskráin er þétt skipuð á meðan gestirnir staldra við. Á morgun (miðvikudag) klukkan 10:20 kynna þeir lönd sín fyrir nemendum FAS og þá er nokkrum tíma varið í að skoða Nýheima og Vöruhúsið. Megnið af tímanum er þó tengt þema verkefnisins sem er frumkvöðlafræði. Fyrirhugað er að heimsækja nokkra frumkvöðla hér á Höfn en mestur tíminn fer þó í að vinna í hópum að ýmsum verkefnum. Það verður spennandi að fylgjast með þeirri vinnu.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...