Í Nýheimum er fjölbreytt mannlíf og oft margt um manninn. En það er þó langt í frá að allir þekki alla eða viti við hvað íbúar hússins starfa dags daglega. Því var í haust ákveðið að efna nokkrum sinnum á önninni til kaffisamsætis þar sem fólk úr ólíkum áttum kæmi saman yfir góðgjörðum, rabbaði saman og kynntist um leið.
Fyrsta kaffiboðið var haldið í morgun og voru það starfsmenn á háskóla- og frumkvöðlagangi sem sáu um veitingarnar og þar var ekkert skorið við nögl.
Þessu nýmæli var vel tekið og það var líf og fjör á Nýtorgi í kaffitímanum. Við erum strax farin að hlakka til næsta samsætis sem verður eftir um mánuð.