Kræsingar í Nýheimum

21.sep.2017

Góðgjörðir í Nýheimum.

Í Nýheimum er fjölbreytt mannlíf og oft margt um manninn. En það er þó langt í frá að allir þekki alla eða viti við hvað íbúar hússins starfa dags daglega. Því var í haust ákveðið að efna nokkrum sinnum á önninni til kaffisamsætis þar sem fólk úr ólíkum áttum kæmi saman yfir góðgjörðum,  rabbaði saman og kynntist um leið.

Fyrsta kaffiboðið var haldið í morgun og voru það starfsmenn á háskóla- og frumkvöðlagangi sem sáu um veitingarnar og þar var ekkert skorið við nögl.

Þessu nýmæli var vel tekið og það var líf og fjör á Nýtorgi í kaffitímanum. Við erum strax farin að hlakka til næsta samsætis sem verður eftir um mánuð.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...