Lista- og menningarsvið í FAS

19.sep.2017

Lista- og menningarhópurinn við vinnu í Vöruhúsinu með Stefáni Sturlu.

Eflaust muna margir eftir leiksýningunni „Pilti og stúlku“ sem var sett upp á síðustu vorönn við frábærar undirtektir. Leikstjóri þar eins og svo oft áður undanfarin ár var Stefán Sturla Sigurjónsson. Í vinnunni síðasta vetur með krökkunum vaknaði sú hugmynd hjá Stefáni að gaman væri að tengja leiksýningar í skólanum við aðra áfanga í skólanum. Vel var tekið í þá hugmynd innan skólans og í kjölfarið var farið að huga að útfærslu á verkefninu. Þá strax var ákveðið að vinna með Ronju ræningjadóttur og yrði verkið jafnframt nokkurs konar kjarni í mörgum fögum innan skólans.
Á þessari önn eru 20 nemendur skráðir á lista- og menningarsvið í FAS og það er Stefán Sturla sem heldur utan um hópinn og leiðir vinnuna. Á haustönninni fer fram hugmyndavinna, skilgreiningarvinna og í lokin munu nemendur koma með hugmynd að útfærslu að listformi. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur ljúki vinnunni á haustönninni heldur haldi áfram að vinna að listsköpun sinni. Möguleg framsetning á endanlegri útfærslu gæti verið; ritlist, myndlist, sjónlist, sviðslist/leiklist, hljóðlist og vídeólist.
Þessi aðferðafræði er þekkt víða erlendis en fullvíst má telja að ekki hefur mikið verið unnið á þennan hátt hérlendis. Það verður því mjög spennandi að fylgast með þessari vinnu og sjá hvernig þróunin verður.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...