Lista- og menningarsvið í FAS

19.sep.2017

Lista- og menningarhópurinn við vinnu í Vöruhúsinu með Stefáni Sturlu.

Eflaust muna margir eftir leiksýningunni „Pilti og stúlku“ sem var sett upp á síðustu vorönn við frábærar undirtektir. Leikstjóri þar eins og svo oft áður undanfarin ár var Stefán Sturla Sigurjónsson. Í vinnunni síðasta vetur með krökkunum vaknaði sú hugmynd hjá Stefáni að gaman væri að tengja leiksýningar í skólanum við aðra áfanga í skólanum. Vel var tekið í þá hugmynd innan skólans og í kjölfarið var farið að huga að útfærslu á verkefninu. Þá strax var ákveðið að vinna með Ronju ræningjadóttur og yrði verkið jafnframt nokkurs konar kjarni í mörgum fögum innan skólans.
Á þessari önn eru 20 nemendur skráðir á lista- og menningarsvið í FAS og það er Stefán Sturla sem heldur utan um hópinn og leiðir vinnuna. Á haustönninni fer fram hugmyndavinna, skilgreiningarvinna og í lokin munu nemendur koma með hugmynd að útfærslu að listformi. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur ljúki vinnunni á haustönninni heldur haldi áfram að vinna að listsköpun sinni. Möguleg framsetning á endanlegri útfærslu gæti verið; ritlist, myndlist, sjónlist, sviðslist/leiklist, hljóðlist og vídeólist.
Þessi aðferðafræði er þekkt víða erlendis en fullvíst má telja að ekki hefur mikið verið unnið á þennan hátt hérlendis. Það verður því mjög spennandi að fylgast með þessari vinnu og sjá hvernig þróunin verður.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...