Lista- og menningarsvið í FAS

19.sep.2017

Lista- og menningarhópurinn við vinnu í Vöruhúsinu með Stefáni Sturlu.

Eflaust muna margir eftir leiksýningunni „Pilti og stúlku“ sem var sett upp á síðustu vorönn við frábærar undirtektir. Leikstjóri þar eins og svo oft áður undanfarin ár var Stefán Sturla Sigurjónsson. Í vinnunni síðasta vetur með krökkunum vaknaði sú hugmynd hjá Stefáni að gaman væri að tengja leiksýningar í skólanum við aðra áfanga í skólanum. Vel var tekið í þá hugmynd innan skólans og í kjölfarið var farið að huga að útfærslu á verkefninu. Þá strax var ákveðið að vinna með Ronju ræningjadóttur og yrði verkið jafnframt nokkurs konar kjarni í mörgum fögum innan skólans.
Á þessari önn eru 20 nemendur skráðir á lista- og menningarsvið í FAS og það er Stefán Sturla sem heldur utan um hópinn og leiðir vinnuna. Á haustönninni fer fram hugmyndavinna, skilgreiningarvinna og í lokin munu nemendur koma með hugmynd að útfærslu að listformi. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur ljúki vinnunni á haustönninni heldur haldi áfram að vinna að listsköpun sinni. Möguleg framsetning á endanlegri útfærslu gæti verið; ritlist, myndlist, sjónlist, sviðslist/leiklist, hljóðlist og vídeólist.
Þessi aðferðafræði er þekkt víða erlendis en fullvíst má telja að ekki hefur mikið verið unnið á þennan hátt hérlendis. Það verður því mjög spennandi að fylgast með þessari vinnu og sjá hvernig þróunin verður.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...