Lista- og menningarsvið í FAS

19.sep.2017

Lista- og menningarhópurinn við vinnu í Vöruhúsinu með Stefáni Sturlu.

Eflaust muna margir eftir leiksýningunni „Pilti og stúlku“ sem var sett upp á síðustu vorönn við frábærar undirtektir. Leikstjóri þar eins og svo oft áður undanfarin ár var Stefán Sturla Sigurjónsson. Í vinnunni síðasta vetur með krökkunum vaknaði sú hugmynd hjá Stefáni að gaman væri að tengja leiksýningar í skólanum við aðra áfanga í skólanum. Vel var tekið í þá hugmynd innan skólans og í kjölfarið var farið að huga að útfærslu á verkefninu. Þá strax var ákveðið að vinna með Ronju ræningjadóttur og yrði verkið jafnframt nokkurs konar kjarni í mörgum fögum innan skólans.
Á þessari önn eru 20 nemendur skráðir á lista- og menningarsvið í FAS og það er Stefán Sturla sem heldur utan um hópinn og leiðir vinnuna. Á haustönninni fer fram hugmyndavinna, skilgreiningarvinna og í lokin munu nemendur koma með hugmynd að útfærslu að listformi. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur ljúki vinnunni á haustönninni heldur haldi áfram að vinna að listsköpun sinni. Möguleg framsetning á endanlegri útfærslu gæti verið; ritlist, myndlist, sjónlist, sviðslist/leiklist, hljóðlist og vídeólist.
Þessi aðferðafræði er þekkt víða erlendis en fullvíst má telja að ekki hefur mikið verið unnið á þennan hátt hérlendis. Það verður því mjög spennandi að fylgast með þessari vinnu og sjá hvernig þróunin verður.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...