Fjör á bökkum Laxár

15.sep.2017

Fimmtudaginn 14. september hélt Nemendafélag FAS brennu til að heiðra komu nýrra nemenda við skólann. Brennan var haldin niður við Laxá í Nesjum, og fóru nemendur þangað með rútu. Við komu nemendanna voru grillaðar pylsur. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir var tendrað í bálkestinum við söng Vilhjálms Magnússonar, trúbadors, sem sá um að halda uppi stuðinu það sem eftir lifði kvölds. Að sjálfsögðu voru svo grillaðir sykurpúðar á boðstólnum sem nemendur gæddu sér á undir lokin.

Það má með sanni segja að kvöldið hafi heppnast vel, stemningin var hugguleg og veðrið var okkur einstaklega í haginn. Bálið logaði vel og lengi í logninu, og hlýjan frá því varð til þess að kuldinn kom ekki að sök. Síðast en ekki síðst skemmdi það ekki fyrir að norðurljósin dönsuðu um himininn á meðan hlýtt var á, og tekið undir með söng Villa.

[modula id=“9731″]

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...