Samstarf við Hótel Höfn

14.sep.2017

Frá undirritun samings um starfsnám.

Á miðvikudag voru undirritaðir samningar milli Hótels Hafnar, FAS og þriggja starfsmanna hótelsins. Samningurinn er um starfsnám í framreiðslu og matreiðslu sem fer fram samhliða vinnu á hótelinu en er jafnframt nám í FAS sem heitir vinnustaðanám. Samkvæmt samningnum þurfa nemendur að vinna 300 klukkustundir á önninni og hluti af þeirri vinnu felst í að leysa verkefni og eiga samskipti við umsjónarmann námsins og samstarfsfólk á hótelinu. Fyrir þetta fá nemendur 15 einingar sem teljast inn í nám nemenda. Zophonías Torfason sér um námið af hálfu FAS og Fanney Björg Sveinsdóttir, hótelstjóri fyrir hönd hótelsins.

Um er að ræða þróunarverkefni sem hefur verið að mótast undafarna mánuði í samstarfi hótelsins og FAS sem vonandi er upphafið að frekara samstarfi og eflir um leið kennslu og þjálfun í þjónustugreinum á svæðinu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...