Samstarf við Hótel Höfn

14.sep.2017

Frá undirritun samings um starfsnám.

Á miðvikudag voru undirritaðir samningar milli Hótels Hafnar, FAS og þriggja starfsmanna hótelsins. Samningurinn er um starfsnám í framreiðslu og matreiðslu sem fer fram samhliða vinnu á hótelinu en er jafnframt nám í FAS sem heitir vinnustaðanám. Samkvæmt samningnum þurfa nemendur að vinna 300 klukkustundir á önninni og hluti af þeirri vinnu felst í að leysa verkefni og eiga samskipti við umsjónarmann námsins og samstarfsfólk á hótelinu. Fyrir þetta fá nemendur 15 einingar sem teljast inn í nám nemenda. Zophonías Torfason sér um námið af hálfu FAS og Fanney Björg Sveinsdóttir, hótelstjóri fyrir hönd hótelsins.

Um er að ræða þróunarverkefni sem hefur verið að mótast undafarna mánuði í samstarfi hótelsins og FAS sem vonandi er upphafið að frekara samstarfi og eflir um leið kennslu og þjálfun í þjónustugreinum á svæðinu.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...