Samstarf við Hótel Höfn

14.sep.2017

Frá undirritun samings um starfsnám.

Á miðvikudag voru undirritaðir samningar milli Hótels Hafnar, FAS og þriggja starfsmanna hótelsins. Samningurinn er um starfsnám í framreiðslu og matreiðslu sem fer fram samhliða vinnu á hótelinu en er jafnframt nám í FAS sem heitir vinnustaðanám. Samkvæmt samningnum þurfa nemendur að vinna 300 klukkustundir á önninni og hluti af þeirri vinnu felst í að leysa verkefni og eiga samskipti við umsjónarmann námsins og samstarfsfólk á hótelinu. Fyrir þetta fá nemendur 15 einingar sem teljast inn í nám nemenda. Zophonías Torfason sér um námið af hálfu FAS og Fanney Björg Sveinsdóttir, hótelstjóri fyrir hönd hótelsins.

Um er að ræða þróunarverkefni sem hefur verið að mótast undafarna mánuði í samstarfi hótelsins og FAS sem vonandi er upphafið að frekara samstarfi og eflir um leið kennslu og þjálfun í þjónustugreinum á svæðinu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...