Um helgina fór fram lokaleikur í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta og fór leikurinn fram á Laugardalsvelli. Það voru Stjarnan og ÍBV sem áttust við. Einn leikmanna ÍBV þekkjum við í FAS ágætlega en það er Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir sem útskrifaðist sem stúdent síðastliðið vor. Leikurinn var hörkuspennandi og fór m.a. í framlengingu eftir að ÍBV náði að jafna undir lok venjulegs leiktíma. ÍBV stóð upp sem sigurvegari í framlengingunni.
Ingibjörg Lúcía lék með Sindra allt fram á síðasta vor þegar hún gekk til liðs með ÍBV. Við hér í FAS óskum Ingibjörgu Lúcíu og liðinu öllu til hamingju með titilinn og þennan flotta árangur.
Þess má í lokin geta að aðaldómari liðsins var Hornfirðingurinn Bríet Bragadóttir og er þetta í fyrsta skipti sem kona dæmir úrslitaleik sem þennan á Íslandi.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...