Ingibjörg Lúcía bikarmeistari með ÍBV

11.sep.2017

Ingibjörg Lúcía var dyggilega studd af fjölskyldu sinni. (mynd birt með leyfi Lindu Hermannsdóttur)

Um helgina fór fram lokaleikur í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta og fór leikurinn fram á Laugardalsvelli. Það voru Stjarnan og ÍBV sem áttust við. Einn leikmanna ÍBV þekkjum við í FAS ágætlega en það er Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir sem útskrifaðist sem stúdent síðastliðið vor. Leikurinn var hörkuspennandi og fór m.a. í framlengingu eftir að ÍBV náði að jafna undir lok venjulegs leiktíma. ÍBV stóð upp sem sigurvegari í framlengingunni.
Ingibjörg Lúcía lék með Sindra allt fram á síðasta vor þegar hún gekk til liðs með ÍBV. Við hér í FAS óskum Ingibjörgu Lúcíu og liðinu öllu til hamingju með titilinn og þennan flotta árangur.
Þess má í lokin geta að aðaldómari liðsins var Hornfirðingurinn Bríet Bragadóttir og er þetta í fyrsta skipti sem kona dæmir úrslitaleik sem þennan á Íslandi.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...