Ingibjörg Lúcía bikarmeistari með ÍBV

11.sep.2017

Ingibjörg Lúcía var dyggilega studd af fjölskyldu sinni. (mynd birt með leyfi Lindu Hermannsdóttur)

Um helgina fór fram lokaleikur í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta og fór leikurinn fram á Laugardalsvelli. Það voru Stjarnan og ÍBV sem áttust við. Einn leikmanna ÍBV þekkjum við í FAS ágætlega en það er Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir sem útskrifaðist sem stúdent síðastliðið vor. Leikurinn var hörkuspennandi og fór m.a. í framlengingu eftir að ÍBV náði að jafna undir lok venjulegs leiktíma. ÍBV stóð upp sem sigurvegari í framlengingunni.
Ingibjörg Lúcía lék með Sindra allt fram á síðasta vor þegar hún gekk til liðs með ÍBV. Við hér í FAS óskum Ingibjörgu Lúcíu og liðinu öllu til hamingju með titilinn og þennan flotta árangur.
Þess má í lokin geta að aðaldómari liðsins var Hornfirðingurinn Bríet Bragadóttir og er þetta í fyrsta skipti sem kona dæmir úrslitaleik sem þennan á Íslandi.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...