Sumarfrí og styrkur

16.jún.2017

Skrifstofa skólans verður lokið frá og með 19. júní og til 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að sækja um nám á vef skólans og verður þeim umsóknum svarað í byrjun ágúst. Ef einhver hefur sérstakar fyrirspurnir má hafa samband við skólameistara í síma 860 29 58 eða á eyjo@fas.is.
Skólinn verður settur 18. ágúst klukkan 10 í Nýheimum og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 21. ágúst. Stundatöflu og upplýsingar um bækur er að finna í Innu eftir 15. ágúst.

Í þessari viku bárust þau ánægjulegu tíðindi að umsókn FAS um styrk til þróunar náms í afþreyingarferðaþjónustu hefur verið samþykkt. Ásamt FAS koma Ríki Vatnajökuls og Háskólasetrið að umsókninni að hálfu Íslands en auk þess eru sambærilegir aðilar í Finnlandi og Skotlandi. Vinna við verkefnið hefst í haust og mun standa yfir í þrjú ár. Það eru því spennandi tímar framundan í þróun náms í ferðaþjónustu.

Bestu óskir um gleðilegt sumar!

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...