Sumarfrí og styrkur

16.jún.2017

Skrifstofa skólans verður lokið frá og með 19. júní og til 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að sækja um nám á vef skólans og verður þeim umsóknum svarað í byrjun ágúst. Ef einhver hefur sérstakar fyrirspurnir má hafa samband við skólameistara í síma 860 29 58 eða á eyjo@fas.is.
Skólinn verður settur 18. ágúst klukkan 10 í Nýheimum og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 21. ágúst. Stundatöflu og upplýsingar um bækur er að finna í Innu eftir 15. ágúst.

Í þessari viku bárust þau ánægjulegu tíðindi að umsókn FAS um styrk til þróunar náms í afþreyingarferðaþjónustu hefur verið samþykkt. Ásamt FAS koma Ríki Vatnajökuls og Háskólasetrið að umsókninni að hálfu Íslands en auk þess eru sambærilegir aðilar í Finnlandi og Skotlandi. Vinna við verkefnið hefst í haust og mun standa yfir í þrjú ár. Það eru því spennandi tímar framundan í þróun náms í ferðaþjónustu.

Bestu óskir um gleðilegt sumar!

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...