Námsferð til Póllands

14.jún.2017

Starfsfólk FAS í LO nr. VII í Póllandi.

Í síðustu viku var lunginn úr starfsliði FAS í Póllandi. Lengst var dvalið í borginni Wroclaw en FAS hefur verið þar í samstarfi við skólann Liceum Ogólnokształcące nr VII (LO nr. VII) undanfarin tvö ár og hafa 29 nemendur úr FAS farið í heimsókn þangað og 34 pólskir nemendur hafa heimsótt Ísland.
Ástæða heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að huga að lokaskýrslum fyrir samskiptaverkefnið og hins vegar að kynna sér pólska skóla og skólakerfið. Farið var í heimsókn í tvo skóla; LO nr. VII sem er hefðbundinn menntaskóli sem undirbýr nemendur fyrst og fremst fyrir háskólanám. Hinn skólinn, Zespól Szkól Plastycznych er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt listnám.
Ferðin til Póllands var hin ágætasta og um leið lærdómsrík því það er alltaf gott að sjá hvernig aðrir vinna.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...