Í síðustu viku var lunginn úr starfsliði FAS í Póllandi. Lengst var dvalið í borginni Wroclaw en FAS hefur verið þar í samstarfi við skólann Liceum Ogólnokształcące nr VII (LO nr. VII) undanfarin tvö ár og hafa 29 nemendur úr FAS farið í heimsókn þangað og 34 pólskir nemendur hafa heimsótt Ísland.
Ástæða heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að huga að lokaskýrslum fyrir samskiptaverkefnið og hins vegar að kynna sér pólska skóla og skólakerfið. Farið var í heimsókn í tvo skóla; LO nr. VII sem er hefðbundinn menntaskóli sem undirbýr nemendur fyrst og fremst fyrir háskólanám. Hinn skólinn, Zespól Szkól Plastycznych er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt listnám.
Ferðin til Póllands var hin ágætasta og um leið lærdómsrík því það er alltaf gott að sjá hvernig aðrir vinna.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...