Námsferð til Póllands

14.jún.2017

Starfsfólk FAS í LO nr. VII í Póllandi.

Í síðustu viku var lunginn úr starfsliði FAS í Póllandi. Lengst var dvalið í borginni Wroclaw en FAS hefur verið þar í samstarfi við skólann Liceum Ogólnokształcące nr VII (LO nr. VII) undanfarin tvö ár og hafa 29 nemendur úr FAS farið í heimsókn þangað og 34 pólskir nemendur hafa heimsótt Ísland.
Ástæða heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að huga að lokaskýrslum fyrir samskiptaverkefnið og hins vegar að kynna sér pólska skóla og skólakerfið. Farið var í heimsókn í tvo skóla; LO nr. VII sem er hefðbundinn menntaskóli sem undirbýr nemendur fyrst og fremst fyrir háskólanám. Hinn skólinn, Zespól Szkól Plastycznych er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt listnám.
Ferðin til Póllands var hin ágætasta og um leið lærdómsrík því það er alltaf gott að sjá hvernig aðrir vinna.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...