Námsferð til Póllands

14.jún.2017

Starfsfólk FAS í LO nr. VII í Póllandi.

Í síðustu viku var lunginn úr starfsliði FAS í Póllandi. Lengst var dvalið í borginni Wroclaw en FAS hefur verið þar í samstarfi við skólann Liceum Ogólnokształcące nr VII (LO nr. VII) undanfarin tvö ár og hafa 29 nemendur úr FAS farið í heimsókn þangað og 34 pólskir nemendur hafa heimsótt Ísland.
Ástæða heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að huga að lokaskýrslum fyrir samskiptaverkefnið og hins vegar að kynna sér pólska skóla og skólakerfið. Farið var í heimsókn í tvo skóla; LO nr. VII sem er hefðbundinn menntaskóli sem undirbýr nemendur fyrst og fremst fyrir háskólanám. Hinn skólinn, Zespól Szkól Plastycznych er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt listnám.
Ferðin til Póllands var hin ágætasta og um leið lærdómsrík því það er alltaf gott að sjá hvernig aðrir vinna.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...