Nýir forsetar í FAS

12.maí.2017

Arndís Ósk og Sóley Lóa forsetar næsta skólaárs.

Þó svo að skóla sé að ljúka á næstu vikum þarf strax að fara að huga að starfi næsta skólaárs. Eitt af því sem þarf að liggja fyrir eru hverjir gegna ábyrgðarstöðum í nemendafélaginu. Þar eru störf forseta og varaforseta mikilvægust því þeir leiða félagsstarf nemenda.

Í þessari viku voru forseti og varaforseti fyrir komandi skólaár kjörnir. Það eru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir og Sóley Lóa Eymundsdóttir sem hlutu kosningu og mun Arndís taka að sér embætti forseta og Sóley Lóa mun standa henni við hlið sem varaforseti nemendafélagisns.

Við í FAS óskum þeim til hamingju með kosninguna og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra næsta vetur.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...