Þó svo að skóla sé að ljúka á næstu vikum þarf strax að fara að huga að starfi næsta skólaárs. Eitt af því sem þarf að liggja fyrir eru hverjir gegna ábyrgðarstöðum í nemendafélaginu. Þar eru störf forseta og varaforseta mikilvægust því þeir leiða félagsstarf nemenda.
Í þessari viku voru forseti og varaforseti fyrir komandi skólaár kjörnir. Það eru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir og Sóley Lóa Eymundsdóttir sem hlutu kosningu og mun Arndís taka að sér embætti forseta og Sóley Lóa mun standa henni við hlið sem varaforseti nemendafélagisns.
Við í FAS óskum þeim til hamingju með kosninguna og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra næsta vetur.