Nýir forsetar í FAS

12.maí.2017

Arndís Ósk og Sóley Lóa forsetar næsta skólaárs.

Þó svo að skóla sé að ljúka á næstu vikum þarf strax að fara að huga að starfi næsta skólaárs. Eitt af því sem þarf að liggja fyrir eru hverjir gegna ábyrgðarstöðum í nemendafélaginu. Þar eru störf forseta og varaforseta mikilvægust því þeir leiða félagsstarf nemenda.

Í þessari viku voru forseti og varaforseti fyrir komandi skólaár kjörnir. Það eru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir og Sóley Lóa Eymundsdóttir sem hlutu kosningu og mun Arndís taka að sér embætti forseta og Sóley Lóa mun standa henni við hlið sem varaforseti nemendafélagisns.

Við í FAS óskum þeim til hamingju með kosninguna og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra næsta vetur.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...