Góðir gestir frá Póllandi

30.mar.2017

Health hópurinn 2016 – 2017

Fyrr í þessum mánuði komu góðir gestir í FAS. Það voru 17 nemendur og tveir kennarar frá Wroclaw Póllandi í samstarfsverkefninu „Your Health is Your Wealth“ en það er undir merkjum Erasmus+ áætlunarinnar. Þessi heimsókn er liður í tveggja ára verkefni sem lýkur formlega í haust. Verkefnið er byggt á hugmynd um heilsueflandi framhaldsskóla þar sem hugað er að andlegri sem líkamlegri líðan og hvernig megi ná sem bestum árangri í leik og starfi. Það er gert með fjölbreyttri verkefnavinnu og skólaheimsóknum. Hægt er að skoða verkefnið á http://health.fas.is/
Á síðasta skólaári tóku rúmlega 30 nemendur þátt í verkefninu og í ár voru 17 nemendur í hvoru landi sem tóku þátt í ferðunum. Það eru því um 70 nemendur sem hafa tekið beinan þátt í verkefninu. Þá eru ótaldir allir þeir sem kynnast verkefninu á annan hátt.
Í heimsóknum er miðað að því að þátttakendur kynnist eins og kostur er landi og þjóð. Það er m.a. gert með því að nemendur búa hjá gestafjölskyldum á meðan á dvöl stendur. Þá er farið í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir til að gefa sem besta mynd af lífinu á staðnum. Gestirnir okkar urðu margs fróðari um sögu staðarins og líf í sjávarþorpi eftir heimsóknina hingað. Það er mikils virði fyrir okkur í FAS hversu margir eru tilbúnir að aðstoða við að taka á móti gestunum. Það á við bæði um gestafjölskyldur og ekki síður þá sem opna dyr sínar, segja frá starfseminni og jafnvel leysa gestina út með gjöfum. Öllum þeim sem komu að móttöku gestanna eru hér með færðar bestu þakkir.
Í júní verður svo síðari fundur verkefnastjóra þar sem m.a. er hugað að skýrslugerð. Sá fundur verður haldinn í Póllandi. Það eru þó ekki bara umsjónarmenn verkefnisins sem mæta á þann fund heldur ætlar lunginn af starfsliði FAS með í þá för og þá á jafnframt að skoða fleiri skóla.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...