Góðir gestir frá Póllandi

30.mar.2017

Health hópurinn 2016 – 2017

Fyrr í þessum mánuði komu góðir gestir í FAS. Það voru 17 nemendur og tveir kennarar frá Wroclaw Póllandi í samstarfsverkefninu „Your Health is Your Wealth“ en það er undir merkjum Erasmus+ áætlunarinnar. Þessi heimsókn er liður í tveggja ára verkefni sem lýkur formlega í haust. Verkefnið er byggt á hugmynd um heilsueflandi framhaldsskóla þar sem hugað er að andlegri sem líkamlegri líðan og hvernig megi ná sem bestum árangri í leik og starfi. Það er gert með fjölbreyttri verkefnavinnu og skólaheimsóknum. Hægt er að skoða verkefnið á http://health.fas.is/
Á síðasta skólaári tóku rúmlega 30 nemendur þátt í verkefninu og í ár voru 17 nemendur í hvoru landi sem tóku þátt í ferðunum. Það eru því um 70 nemendur sem hafa tekið beinan þátt í verkefninu. Þá eru ótaldir allir þeir sem kynnast verkefninu á annan hátt.
Í heimsóknum er miðað að því að þátttakendur kynnist eins og kostur er landi og þjóð. Það er m.a. gert með því að nemendur búa hjá gestafjölskyldum á meðan á dvöl stendur. Þá er farið í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir til að gefa sem besta mynd af lífinu á staðnum. Gestirnir okkar urðu margs fróðari um sögu staðarins og líf í sjávarþorpi eftir heimsóknina hingað. Það er mikils virði fyrir okkur í FAS hversu margir eru tilbúnir að aðstoða við að taka á móti gestunum. Það á við bæði um gestafjölskyldur og ekki síður þá sem opna dyr sínar, segja frá starfseminni og jafnvel leysa gestina út með gjöfum. Öllum þeim sem komu að móttöku gestanna eru hér með færðar bestu þakkir.
Í júní verður svo síðari fundur verkefnastjóra þar sem m.a. er hugað að skýrslugerð. Sá fundur verður haldinn í Póllandi. Það eru þó ekki bara umsjónarmenn verkefnisins sem mæta á þann fund heldur ætlar lunginn af starfsliði FAS með í þá för og þá á jafnframt að skoða fleiri skóla.

Aðrar fréttir

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Dagana 3. - 6. maí fór fram valáfangi í klettaklifri fyrir nemendur í grunnnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og klifruðum á fjölbreyttum svæðum í kringum höfuðborgina en það er skemmtilegt fyrir nemendurna að kynnast fjölbreyttum...

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...