Í vetur hafa tíu starfsmenn Skinneyjar-Þinganess verið í námi á fiskvinnslubraut í FAS. Námið hefur verið skipulagt í samvinnu við Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi og Fisktækniskóla Íslands.
Síðasta vor fóru þau í gegnum raunfærnimat og á næstu tveimur skólaárum fá þau tækifæri til að taka þá áfanga sem útaf standa á brautinni.
Á haustönn var boðið upp á upplýsingatækni og íslensku. Á vorönn hafa þau verið í stærðfræði og ensku ásamt smáskipanáminu sem þau voru að ljúka núna um helgina.
Á myndinni eru sex af þeim átta sem luku smáskipaprófinu ásamt Gunnlaugi Dan kennara og Stefáni prófdómara.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...