Í vetur hafa tíu starfsmenn Skinneyjar-Þinganess verið í námi á fiskvinnslubraut í FAS. Námið hefur verið skipulagt í samvinnu við Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi og Fisktækniskóla Íslands.
Síðasta vor fóru þau í gegnum raunfærnimat og á næstu tveimur skólaárum fá þau tækifæri til að taka þá áfanga sem útaf standa á brautinni.
Á haustönn var boðið upp á upplýsingatækni og íslensku. Á vorönn hafa þau verið í stærðfræði og ensku ásamt smáskipanáminu sem þau voru að ljúka núna um helgina.
Á myndinni eru sex af þeim átta sem luku smáskipaprófinu ásamt Gunnlaugi Dan kennara og Stefáni prófdómara.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...