Óvænt söguheimsókn

01.mar.2017

Af og til detta inn til okkar óvæntir gestir og nýlega kom til okkar franskur ferðalangur sem segir sögur og spilar á hljóðfæri.
Hann Samuel hefur ferðast um í mörg ár með ekkert nema bakpokann og líruna og kynnt fyrir öllum sem vilja hlusta, söguarfinn frá Bretagne í Frakklandi, þaðan sem hann er ættaður í tónum og sögum.
Samuel er nýbúinn að eiga leið um Höfn og kom við hjá okkur í FAS og fékk að fara inn í tíma og segja nemendum nokkrar af þessum sögum. Nemendur tóku mjög vel á móti honum og kunnu vel að meta þessa óvæntu heimsókn.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...