Óvænt söguheimsókn

01.mar.2017

Af og til detta inn til okkar óvæntir gestir og nýlega kom til okkar franskur ferðalangur sem segir sögur og spilar á hljóðfæri.
Hann Samuel hefur ferðast um í mörg ár með ekkert nema bakpokann og líruna og kynnt fyrir öllum sem vilja hlusta, söguarfinn frá Bretagne í Frakklandi, þaðan sem hann er ættaður í tónum og sögum.
Samuel er nýbúinn að eiga leið um Höfn og kom við hjá okkur í FAS og fékk að fara inn í tíma og segja nemendum nokkrar af þessum sögum. Nemendur tóku mjög vel á móti honum og kunnu vel að meta þessa óvæntu heimsókn.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...