Opnir dagar

09.mar.2017

Þessa dagana, 8. – 10. mars eru opnir dagar í FAS.
Opnir dagar er áfangi þar sem nemendur vinna að verkefnum sem þeir skapa sjálfir og sýna þau og kynna í lok vikunnar.
Nemendur hafa valið sig í hina ýmsu hópa til að vinna í þessa daga og má nefna hópa eins og skólablað, útvarp, myndlist, ljósmyndir og árshátíðarhóp sem sér um að skipuleggja og framkvæma árshátíðina sem haldin verður þann 10. mars og kennarar og nemendur skemmta sér saman eina kvöldstund.
Skemmtileg hefð sem hefur tengst opnu dögunum er sú að nemendur og einstaka kennarar spila saman Hornafjarðarmanna undir leiðsögn frá Alberti Eymundssyni. Á því var engin breyting þetta árið og var spilað á 14 borðum til að byrja með en til úrslita spiluðu þeir Ísar Karl Arnfinnsson, Sigurður Guðni Hallsson og Auðunn Hafdal. Það var Auðunn sem bar sigur úr býtum og hlutu þeir sem spiluðu til úrslita pizzuveislu frá Hótel Höfn í verðlaun.
Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir opnum dögum enda skemmtileg breyting frá hefðbundnu skólastarfi.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...