Opnir dagar

09.mar.2017

Þessa dagana, 8. – 10. mars eru opnir dagar í FAS.
Opnir dagar er áfangi þar sem nemendur vinna að verkefnum sem þeir skapa sjálfir og sýna þau og kynna í lok vikunnar.
Nemendur hafa valið sig í hina ýmsu hópa til að vinna í þessa daga og má nefna hópa eins og skólablað, útvarp, myndlist, ljósmyndir og árshátíðarhóp sem sér um að skipuleggja og framkvæma árshátíðina sem haldin verður þann 10. mars og kennarar og nemendur skemmta sér saman eina kvöldstund.
Skemmtileg hefð sem hefur tengst opnu dögunum er sú að nemendur og einstaka kennarar spila saman Hornafjarðarmanna undir leiðsögn frá Alberti Eymundssyni. Á því var engin breyting þetta árið og var spilað á 14 borðum til að byrja með en til úrslita spiluðu þeir Ísar Karl Arnfinnsson, Sigurður Guðni Hallsson og Auðunn Hafdal. Það var Auðunn sem bar sigur úr býtum og hlutu þeir sem spiluðu til úrslita pizzuveislu frá Hótel Höfn í verðlaun.
Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir opnum dögum enda skemmtileg breyting frá hefðbundnu skólastarfi.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...