Opnir dagar

09.mar.2017

Þessa dagana, 8. – 10. mars eru opnir dagar í FAS.
Opnir dagar er áfangi þar sem nemendur vinna að verkefnum sem þeir skapa sjálfir og sýna þau og kynna í lok vikunnar.
Nemendur hafa valið sig í hina ýmsu hópa til að vinna í þessa daga og má nefna hópa eins og skólablað, útvarp, myndlist, ljósmyndir og árshátíðarhóp sem sér um að skipuleggja og framkvæma árshátíðina sem haldin verður þann 10. mars og kennarar og nemendur skemmta sér saman eina kvöldstund.
Skemmtileg hefð sem hefur tengst opnu dögunum er sú að nemendur og einstaka kennarar spila saman Hornafjarðarmanna undir leiðsögn frá Alberti Eymundssyni. Á því var engin breyting þetta árið og var spilað á 14 borðum til að byrja með en til úrslita spiluðu þeir Ísar Karl Arnfinnsson, Sigurður Guðni Hallsson og Auðunn Hafdal. Það var Auðunn sem bar sigur úr býtum og hlutu þeir sem spiluðu til úrslita pizzuveislu frá Hótel Höfn í verðlaun.
Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir opnum dögum enda skemmtileg breyting frá hefðbundnu skólastarfi.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...