Opnir dagar

09.mar.2017

Þessa dagana, 8. – 10. mars eru opnir dagar í FAS.
Opnir dagar er áfangi þar sem nemendur vinna að verkefnum sem þeir skapa sjálfir og sýna þau og kynna í lok vikunnar.
Nemendur hafa valið sig í hina ýmsu hópa til að vinna í þessa daga og má nefna hópa eins og skólablað, útvarp, myndlist, ljósmyndir og árshátíðarhóp sem sér um að skipuleggja og framkvæma árshátíðina sem haldin verður þann 10. mars og kennarar og nemendur skemmta sér saman eina kvöldstund.
Skemmtileg hefð sem hefur tengst opnu dögunum er sú að nemendur og einstaka kennarar spila saman Hornafjarðarmanna undir leiðsögn frá Alberti Eymundssyni. Á því var engin breyting þetta árið og var spilað á 14 borðum til að byrja með en til úrslita spiluðu þeir Ísar Karl Arnfinnsson, Sigurður Guðni Hallsson og Auðunn Hafdal. Það var Auðunn sem bar sigur úr býtum og hlutu þeir sem spiluðu til úrslita pizzuveislu frá Hótel Höfn í verðlaun.
Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir opnum dögum enda skemmtileg breyting frá hefðbundnu skólastarfi.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...