Menningarverðlaun Hornafjarðar

24.feb.2017

Menningarverðlaun Hornafjarðar voru veitt í gær þar sem fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hlutu styrki og viðurkenningar.
FAS átti fulltrúa á svæðinu því nemendafélagið hlaut styrk fyrir verkefni sem það er að vinna að í samstarfi við Þekkingasetur Nýheima og Menningarmiðstöð Hornafjarðar og mun afrakstur þess verkefnis verða sýnilegur í vor. Formaður nemendafélagsins Adisa Mesetovic tók við styrknum fyrir hönd nemendafélagsins.
Á hverju ári er valinn einstaklingur eða félagasamtök sem hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningar hérna í Hornafirði og að þessu sinni var það einn úr kennarahópi okkar í FAS. Hann Sigurður Mar Halldórsson hlaut þessa viðurkenningu fyrir ljósmyndabók sína sem heitir Sögur en hann opnaði einnig ljósmyndasýningu með myndunum úr bókinni síðastliðið haust.
Við erum ofboðslega stolt af öllu okkar fólki og óskum Sigurði sérstaklega til hamingju með sína viðurkenningu.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...