Menningarverðlaun Hornafjarðar

24.feb.2017

Menningarverðlaun Hornafjarðar voru veitt í gær þar sem fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hlutu styrki og viðurkenningar.
FAS átti fulltrúa á svæðinu því nemendafélagið hlaut styrk fyrir verkefni sem það er að vinna að í samstarfi við Þekkingasetur Nýheima og Menningarmiðstöð Hornafjarðar og mun afrakstur þess verkefnis verða sýnilegur í vor. Formaður nemendafélagsins Adisa Mesetovic tók við styrknum fyrir hönd nemendafélagsins.
Á hverju ári er valinn einstaklingur eða félagasamtök sem hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningar hérna í Hornafirði og að þessu sinni var það einn úr kennarahópi okkar í FAS. Hann Sigurður Mar Halldórsson hlaut þessa viðurkenningu fyrir ljósmyndabók sína sem heitir Sögur en hann opnaði einnig ljósmyndasýningu með myndunum úr bókinni síðastliðið haust.
Við erum ofboðslega stolt af öllu okkar fólki og óskum Sigurði sérstaklega til hamingju með sína viðurkenningu.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...