Menningarverðlaun Hornafjarðar

24.feb.2017

Menningarverðlaun Hornafjarðar voru veitt í gær þar sem fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hlutu styrki og viðurkenningar.
FAS átti fulltrúa á svæðinu því nemendafélagið hlaut styrk fyrir verkefni sem það er að vinna að í samstarfi við Þekkingasetur Nýheima og Menningarmiðstöð Hornafjarðar og mun afrakstur þess verkefnis verða sýnilegur í vor. Formaður nemendafélagsins Adisa Mesetovic tók við styrknum fyrir hönd nemendafélagsins.
Á hverju ári er valinn einstaklingur eða félagasamtök sem hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningar hérna í Hornafirði og að þessu sinni var það einn úr kennarahópi okkar í FAS. Hann Sigurður Mar Halldórsson hlaut þessa viðurkenningu fyrir ljósmyndabók sína sem heitir Sögur en hann opnaði einnig ljósmyndasýningu með myndunum úr bókinni síðastliðið haust.
Við erum ofboðslega stolt af öllu okkar fólki og óskum Sigurði sérstaklega til hamingju með sína viðurkenningu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...