Menningarverðlaun Hornafjarðar

24.feb.2017

Menningarverðlaun Hornafjarðar voru veitt í gær þar sem fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hlutu styrki og viðurkenningar.
FAS átti fulltrúa á svæðinu því nemendafélagið hlaut styrk fyrir verkefni sem það er að vinna að í samstarfi við Þekkingasetur Nýheima og Menningarmiðstöð Hornafjarðar og mun afrakstur þess verkefnis verða sýnilegur í vor. Formaður nemendafélagsins Adisa Mesetovic tók við styrknum fyrir hönd nemendafélagsins.
Á hverju ári er valinn einstaklingur eða félagasamtök sem hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningar hérna í Hornafirði og að þessu sinni var það einn úr kennarahópi okkar í FAS. Hann Sigurður Mar Halldórsson hlaut þessa viðurkenningu fyrir ljósmyndabók sína sem heitir Sögur en hann opnaði einnig ljósmyndasýningu með myndunum úr bókinni síðastliðið haust.
Við erum ofboðslega stolt af öllu okkar fólki og óskum Sigurði sérstaklega til hamingju með sína viðurkenningu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...