Piltur og stúlka

15.feb.2017

Leikhópur FAS og Leikfélag Hornafjarðar í samstarfi við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu er um þessar mundir að æfa á fullu leikritið Piltur og Stúlka. Leikstjórann þekkjum við vel en það er Stefán Sturla sem hefur unnið nýja leikgerð sem byggir á bók Jóns Thoroddsen.
Verkið er hugljúf og bráðskemmtileg saga af ástum og ættu margir að kannast við skemmtilegar aukapersónur á borð við Gróu á Leiti og Bárð á Búrfelli sem koma við sögu. Áætluð frumsýning er 18. mars. Sýningar verða í Mánagarði og takmarkaður fjöldi fólks kemst á hverja sýning og því um að gera að panta sem fyrst. Tekið verður við miðapöntunum eftir 15. febrúar í síma 8929707 (Ragnheiður) á milli 17-22.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...