Piltur og stúlka

15.feb.2017

Leikhópur FAS og Leikfélag Hornafjarðar í samstarfi við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu er um þessar mundir að æfa á fullu leikritið Piltur og Stúlka. Leikstjórann þekkjum við vel en það er Stefán Sturla sem hefur unnið nýja leikgerð sem byggir á bók Jóns Thoroddsen.
Verkið er hugljúf og bráðskemmtileg saga af ástum og ættu margir að kannast við skemmtilegar aukapersónur á borð við Gróu á Leiti og Bárð á Búrfelli sem koma við sögu. Áætluð frumsýning er 18. mars. Sýningar verða í Mánagarði og takmarkaður fjöldi fólks kemst á hverja sýning og því um að gera að panta sem fyrst. Tekið verður við miðapöntunum eftir 15. febrúar í síma 8929707 (Ragnheiður) á milli 17-22.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...