Leikhópur FAS og Leikfélag Hornafjarðar í samstarfi við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu er um þessar mundir að æfa á fullu leikritið Piltur og Stúlka. Leikstjórann þekkjum við vel en það er Stefán Sturla sem hefur unnið nýja leikgerð sem byggir á bók Jóns Thoroddsen.
Verkið er hugljúf og bráðskemmtileg saga af ástum og ættu margir að kannast við skemmtilegar aukapersónur á borð við Gróu á Leiti og Bárð á Búrfelli sem koma við sögu. Áætluð frumsýning er 18. mars. Sýningar verða í Mánagarði og takmarkaður fjöldi fólks kemst á hverja sýning og því um að gera að panta sem fyrst. Tekið verður við miðapöntunum eftir 15. febrúar í síma 8929707 (Ragnheiður) á milli 17-22.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...