Gettur betur fór af stað í síðustu viku þar sem fyrsta umferð fór fram á Rás2. FAS á sitt lið í keppninni eins og hefð hefur verið undanfarin ár.
Þetta árið skipar lið FAS þeim Önnu Birnu Elvarsdóttur, Lilju Karen Björnsdóttur og Jóhanni Klemens Björnssyni. Stelpurnar tvær kepptu einnig í fyrra fyrir FAS.
Eftir mjög spennandi og jafna keppni við FVA (Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi) tapaði lið FAS með 20 stigum á móti 23 hjá FVA. Það var þó ákveðið hjá stjórn Gettu betur á þessu ári að þrjú stigahæstu tapliðin kæmust áfram og áttum við þar mikla möguleika. Lengi framan af var lið FAS stigahæsta tapliðið og komst örugglega áfram í næstu umferð sem næst stigahæsta tapliðið.
Viðureign FAS í seinni umferð verður spennandi því liðið keppir á móti margföldum meisturum MR í kvöld kl 21.00. Við hvetjum alla til að hlusta á keppnina í kvöld og fyrir þá sem vilja er velkomið að mæta í fyrirlestrarsal Nýheima og byðjum við fólk að mæta ekki seinna en kl 20.45.
Við óskum okkar fólki að sjálfsögðu góðs gengis í kvöld.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...