FAS í Gettu Betur

07.feb.2017

Gettur betur fór af stað í síðustu viku þar sem fyrsta umferð fór fram á Rás2. FAS á sitt lið í keppninni eins og hefð hefur verið undanfarin ár.
Þetta árið skipar lið FAS þeim Önnu Birnu Elvarsdóttur, Lilju Karen Björnsdóttur og Jóhanni Klemens Björnssyni. Stelpurnar tvær kepptu einnig í fyrra fyrir FAS.
Eftir mjög spennandi og jafna keppni við FVA (Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi) tapaði lið FAS með 20 stigum á móti 23 hjá FVA. Það var þó ákveðið hjá stjórn Gettu betur á þessu ári að þrjú stigahæstu tapliðin kæmust áfram og áttum við þar mikla möguleika. Lengi framan af var lið FAS stigahæsta tapliðið og komst örugglega áfram í næstu umferð sem næst stigahæsta tapliðið.
Viðureign FAS í seinni umferð verður spennandi því liðið keppir á móti margföldum meisturum MR í kvöld kl 21.00. Við hvetjum alla til að hlusta á keppnina í kvöld og fyrir þá sem vilja er velkomið að mæta í fyrirlestrarsal Nýheima og byðjum við fólk að mæta ekki seinna en kl 20.45.
Við óskum okkar fólki að sjálfsögðu góðs gengis í kvöld.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...