FAS í Gettu Betur

07.feb.2017

Gettur betur fór af stað í síðustu viku þar sem fyrsta umferð fór fram á Rás2. FAS á sitt lið í keppninni eins og hefð hefur verið undanfarin ár.
Þetta árið skipar lið FAS þeim Önnu Birnu Elvarsdóttur, Lilju Karen Björnsdóttur og Jóhanni Klemens Björnssyni. Stelpurnar tvær kepptu einnig í fyrra fyrir FAS.
Eftir mjög spennandi og jafna keppni við FVA (Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi) tapaði lið FAS með 20 stigum á móti 23 hjá FVA. Það var þó ákveðið hjá stjórn Gettu betur á þessu ári að þrjú stigahæstu tapliðin kæmust áfram og áttum við þar mikla möguleika. Lengi framan af var lið FAS stigahæsta tapliðið og komst örugglega áfram í næstu umferð sem næst stigahæsta tapliðið.
Viðureign FAS í seinni umferð verður spennandi því liðið keppir á móti margföldum meisturum MR í kvöld kl 21.00. Við hvetjum alla til að hlusta á keppnina í kvöld og fyrir þá sem vilja er velkomið að mæta í fyrirlestrarsal Nýheima og byðjum við fólk að mæta ekki seinna en kl 20.45.
Við óskum okkar fólki að sjálfsögðu góðs gengis í kvöld.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...