Um helgina komu fjórir nemendur í FAS ásamt tveimur kennurum heim úr viku leiðangri til suður Ítalíu þar sem unnið var í Erasums+ verkefni með fjórum Evrópuþjóðum. Þetta er frumkvöðlaverkefni sem snýst um að búa til fjölþjóðlega hópa, einskonar fyrirtæki, sem hanna og framleiða vörur eða þjónustu sem hægt er að selja. Einnig er markmið verkefnisins að tengja saman ungt fólk í Evrópu, auka skilning á ólíkum menningarheimum og efla skapandi hugsun og lýðræðisvitund ungs fólks. Nemendurnir unnu hörðum höndum í samstarfsskólanum í bænum Lioni í Campania héraði á Ítalíu en einnig gafst tími til að skoða sig um, m.a. hina sögufrægu borg Pompei.
Auk Íslands taka skólar í Grikklandi, Eistlandi, Lettlandi og Ítalíu þátt í verkefninu. Næst fer hópur frá FAS til Grikklands í vor og næsta haust koma nemendahópar í heimsókn til okkar á Höfn. Verkefninu lýkur í Lettlandi vorið 2018.
Íslensku sendinefndina skipuðu Arndís Ósk Magnúsdóttir, Guðjón Vilberg Sigurbjörnsson, Sóley Lóa Eymundsdóttir og Svandís Perla Snæbjörnsdóttir.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...