Heimsókn til Skotlands

17.jan.2017

Í síðustu viku fóru Eyjólfur og Hulda í heimsókn til Skotlands að kynna sér útivistarnám, en sl. 6 ár hefur FAS boðið upp á nám í fjallamennsku. Skólinn sem heimsóttur var heitir University of the Highlands and Islands (UHI). Hann er háskóli sem starfar í nánu samstarfi við 13 skoska framhaldsskóla og rannsóknarstöðvar og eru starfsstöðvar skólans víða í norður Skotlandi. Skólinn sem var heimsóttur er í Fort William, bæ sem Skotarnir nefna „Útivistarhöfuðborg Bretlandseyja”.

Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér nám og kennslu í útivist og skapa tengsl milli FAS og UHI. Móttökur voru virkilegar góðar og ræddu Eyjólfur og Hulda við stjórnendur, kennara og nemendur. Þau fóru einnig í heimsókn til starfsstöðvar skólans á eyjunni Skye sem er undan vesturströnd Skotlands. Hver starfstöð hefur sérhæft sig í ákveðinni gerð útivistar s.s. fjallahjólreiðum, fjallgöngum, klettaklifri, kayak róðri bæði vatna- og sjókayak og fleiru.

Umhverfi og allur aðbúnaður í UHI er virkileg góður, en eitt er það sem Skotana vantar og er það jökullinn. Heimsókn í jöklaveröldina okkar vakti mikinn áhuga og var rætt af fullri alvöru um nemendaskipti milli skólanna og annað samstarf.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...