Heimsókn til Skotlands

17.jan.2017

Í síðustu viku fóru Eyjólfur og Hulda í heimsókn til Skotlands að kynna sér útivistarnám, en sl. 6 ár hefur FAS boðið upp á nám í fjallamennsku. Skólinn sem heimsóttur var heitir University of the Highlands and Islands (UHI). Hann er háskóli sem starfar í nánu samstarfi við 13 skoska framhaldsskóla og rannsóknarstöðvar og eru starfsstöðvar skólans víða í norður Skotlandi. Skólinn sem var heimsóttur er í Fort William, bæ sem Skotarnir nefna „Útivistarhöfuðborg Bretlandseyja”.

Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér nám og kennslu í útivist og skapa tengsl milli FAS og UHI. Móttökur voru virkilegar góðar og ræddu Eyjólfur og Hulda við stjórnendur, kennara og nemendur. Þau fóru einnig í heimsókn til starfsstöðvar skólans á eyjunni Skye sem er undan vesturströnd Skotlands. Hver starfstöð hefur sérhæft sig í ákveðinni gerð útivistar s.s. fjallahjólreiðum, fjallgöngum, klettaklifri, kayak róðri bæði vatna- og sjókayak og fleiru.

Umhverfi og allur aðbúnaður í UHI er virkileg góður, en eitt er það sem Skotana vantar og er það jökullinn. Heimsókn í jöklaveröldina okkar vakti mikinn áhuga og var rætt af fullri alvöru um nemendaskipti milli skólanna og annað samstarf.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...