Heimsókn til Skotlands

17.jan.2017

Í síðustu viku fóru Eyjólfur og Hulda í heimsókn til Skotlands að kynna sér útivistarnám, en sl. 6 ár hefur FAS boðið upp á nám í fjallamennsku. Skólinn sem heimsóttur var heitir University of the Highlands and Islands (UHI). Hann er háskóli sem starfar í nánu samstarfi við 13 skoska framhaldsskóla og rannsóknarstöðvar og eru starfsstöðvar skólans víða í norður Skotlandi. Skólinn sem var heimsóttur er í Fort William, bæ sem Skotarnir nefna „Útivistarhöfuðborg Bretlandseyja”.

Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér nám og kennslu í útivist og skapa tengsl milli FAS og UHI. Móttökur voru virkilegar góðar og ræddu Eyjólfur og Hulda við stjórnendur, kennara og nemendur. Þau fóru einnig í heimsókn til starfsstöðvar skólans á eyjunni Skye sem er undan vesturströnd Skotlands. Hver starfstöð hefur sérhæft sig í ákveðinni gerð útivistar s.s. fjallahjólreiðum, fjallgöngum, klettaklifri, kayak róðri bæði vatna- og sjókayak og fleiru.

Umhverfi og allur aðbúnaður í UHI er virkileg góður, en eitt er það sem Skotana vantar og er það jökullinn. Heimsókn í jöklaveröldina okkar vakti mikinn áhuga og var rætt af fullri alvöru um nemendaskipti milli skólanna og annað samstarf.

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...