Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi.
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin sem í þetta sinn fóru til Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu. Hér í FAS hefur verið unnið markvisst að náttúrufarsrannsóknum frá árinu 1990 og eru nemendur skólans ávalt þátttakendur í þeim rannsóknum.
Á hverri önn fara nemendur í ákveðnum áföngum í vettvangsferðir og kynnast náttúrurannsóknum með mælingum og rannsóknarúrvinnslu. Þannig eru jökulsporðar mældir og fylgst er með framvindu gróðurs á Skeiðarársandi ásamt því að fylgjast með álftastofni í Lóni og fuglar taldir í Óslandi.
FAS starfar í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrustofu Suðausturlands. Sérþekking þeirra er mikilvæg og kynnast nemendur þannig náttúrunni og fá leiðsögn í vísindalegri úrvinnslu sem mun nýtast þeim í frekara námi.
Nánari upplýsingar um náttúrufarsrannsóknir í FAS má sjá á slóðinni nattura.fas.is
Við í FAS erum ótrúlega stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu og tileinkum hana öllum þeim hafa komið að vöktunarverkefnum í gegnum árin.
Stöðumat og miðannarsamtöl
Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...