FAS hlýtur Menntaverðlaun Suðurlands

11.jan.2017

Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi.
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin sem í þetta sinn fóru til Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu. Hér í FAS hefur verið unnið markvisst að náttúrufarsrannsóknum frá árinu 1990 og eru nemendur skólans ávalt þátttakendur í þeim rannsóknum.
Á hverri önn fara nemendur í ákveðnum áföngum í vettvangsferðir og kynnast náttúrurannsóknum með mælingum og rannsóknarúrvinnslu. Þannig eru jökulsporðar mældir og fylgst er með framvindu gróðurs á Skeiðarársandi ásamt því að fylgjast með álftastofni í Lóni og fuglar taldir í Óslandi.
FAS starfar í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrustofu Suðausturlands. Sérþekking þeirra er mikilvæg og kynnast nemendur þannig náttúrunni og fá leiðsögn í vísindalegri úrvinnslu sem mun nýtast þeim í frekara námi.
Nánari upplýsingar um náttúrufarsrannsóknir í FAS má sjá á slóðinni nattura.fas.is
Við í FAS erum ótrúlega stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu og tileinkum hana öllum þeim hafa komið að vöktunarverkefnum í gegnum árin.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...